Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 16:49 Reiknað er með því að höfuðstöðvarnar rísi á lóðunum tveimur sem eru nær gömlu hesthúsunum. Framtíð nyrstu lóðarinnar er óráðin. Landsvirkjun Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“ Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“
Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira