Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 15:01 Taska sem innihélt skotvopn fannst á syllu á þaki Laugalækjarskóla fyrir rúmri viku. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin. Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin.
Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53