„Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 15:23 Íris Svava segir líkamlegar breytingar á meðgöngu hafa haft áhrif á andlega liðan hennar. „Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Barnalán Tímamót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava)
Barnalán Tímamót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira