Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2025 08:01 Starf neyðarvarðar sé svo sannarlega ekki fyrir hvern sem er en Heiða getur ekki hugsað sér að vinna við neitt annað. Vísir/Vilhelm „Það eru þessi mál sem gera vinnuna mína að bestu vinnu í heimi,“ segir Aðalheiður G. Sigrúnardóttir neyðarvörður hjá Neyðarlínunni. Þann 11. febrúar veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp. Guðrún, sem átti leið fram hjá, hikaði ekki við að láta til sín taka; hún kallaði eftir aðstoð og hóf strax hjartahnoð. Hinrik og Elín, sem starfa í nærliggjandi húsi, heyrðu köll hennar og hringdu umsvifalaust í 112. Söguleg stund hjá reynslubolta Aðalheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, er neyðarvörðurinn sem tók við símtalinu þennan umrædda dag. Með samstilltu átaki tókst Guðrúnu, Hinriki og Elínu að kaupa dýrmætan tíma þar til viðbragðsaðilar komu á staðinn og gáfu rafstuð. Hrafnkell er í dag við góða heilsu, meðal annars þökk sé þessum skjótvirku og fumlausu viðbrögðum. Heiða var viðstödd athöfnina þann 11. febrúar síðastliðinn en þetta var í fyrsta skipti sem hún hitti í eigin persónu einstakling sem hún hafði komið til aðstoðar í gegnum starfið sitt hjá Neyðarlínunni. Líkt og Heiða bendir á þá sjá neyðarverðir alltaf um fyrsta hlutann af ferlinu - síðan taka sjúkraflutningamenn við og svo spítalinn. „Þannig að oft veit maður ekkert hvernig endar fyrir fólki, hvort það lifir eða deyr. Og það er alltaf yndislegt þegar maður fær að vita að sagan hefur fengið góðan endi. Það var ótrúlega dýrmætt að fá að hitta þau öll- og sérstaklega að fá að hitta Hrafnkel og taka utan um hann. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess.“ Meðfylgjandi myndskeið birtist á facebooksíðu Rauða Krossins á dögunum. Þar er rætt við Hrafnkel og Heiðu um aðkomu þeirra að atvikinu þennan umrædda júlídag – og áhorfendur fá að heyra upptöku af símtali Hrafnkels til Neyðarlínunnar, þar sem Heiða svaraði og veitti honum leiðsögn. Klippa: Skyndihjálparmanneskja ársins 2024 Fær oft spurningar Það var fyrir sex árum að Heiða byrjaði að starfa sem neyðarvörður. Það var fyrir tilstuðlan vinkonu hennar, sem vann hjá Neyðarlínunni og hafði oftar en einu sinni sagt við Heiðu að hún ætti vel heima í þessu starfi. „Á þessum tíma var ég að flytja heim frá Spáni. Þetta var í maí og þegar ég sagði vinkonu minni að ég væri að flytja heim þá minntist hún á það að það væri akkúrat verið að ráða inn sumarstarfsfólk hjá Neyðarlínunni,“ segir Heiða sem hafði komið víða við áður; til að mynda lært leiklist í Kvikmyndaskólanum og starfað við tækniaðstoð hjá Vodafone. „Eftir smá umhugsun ákvað ég að slá bara til. Ég fór í viðtal og nokkrum dögum seinna var ég komin með vinnuna. Síðan tók við þriggja mánaða þjálfun og eftir sumarið gat ég ekki hugsað mér að hætta. Og enn þann dag í dag þá hlakka ég alltaf til að mæta í vinnuna. Eins krefjandi og þetta er, þá er þetta fyrst og fremst ótrúlega gaman, og það er kannski þetta adrenalín „rösh“ sem maður sækir í. En það er engu að síður mikið um„fallout“ í þessu starfi. Það er talað um að það taki sirka tvö ár að hætta að vera nýliði og komast í gegnum hringinn; að fá inn á borð til þín öll tilfelli sem eru líkleg til að geta komið upp. Það eru margir sem hætta einhvern tímann á þessum fyrstu tveimur árum, eða klára ekki þjálfunina. En þeir sem síðan endast eru yfirleitt mjög lengi í starfinu, í mörg ár eða áratugi.“ Margir eru forvitnir um hvernig það sé að vinna hjá Neyðarlínunni og Heiða fær reglulega spurningar frá fólki sem hefur ákveðna mynd af starfinu.Aðsend Margar ákvarðanir og mikil ábyrgð Starf neyðarvarðar sé svo sannarlega ekki fyrir hvern sem er. „Þú ert með gífurlega mikla ábyrgð og þú þarft að taka svo margar ákvarðanir og reiða þig á það sem þú veist og það sem þú kannt. Þetta snýst um að hugsa hratt- og láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Meirihluti þeirra sem hringja inn til Neyðarlínunnar eiga það sameiginlegt að vera að eiga sinn versta dag. Oftar en ekki er fólk í miklu tilfinningalegu uppnámi, sumir eru í skrítnu geðrænu ástandi eða undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fólk byrjar oft á að öskra í símann og það getur verið erfitt að ná fólki niður. Þú þarft að taka á móti fólki í allskonar ástandi og nálgast hvern og einn á mismunandi hátt. Það er líka eitt sem gerir þetta starf sérstakt hérna á Íslandi og það er smæð landsins. Flestir neyðarverðir lenda einhvern tíma í því að fá símtöl frá vinum eða ættingjum Þar sem við erum bundin trúnaði þá látum við viðkomandi aldrei vita að hann hafi lent á einhverjum sem hann þekkir, hvorki í símtalinu né eftir á. Ég er samt reglulega spurð: „Var ég að tala við þig þegar ég hringdi?“ Nýtur þess að bjarga mannslífum Margir eru forvitnir um hvernig það sé að vinna hjá Neyðarlínunni og Heiða fær reglulega spurningar frá fólki sem hefur ákveðna mynd af starfinu. „Ég er mjög oft spurð: „Er þetta ekki alveg hræðilegt?“ eða ég fæ svona athugasemdir eins og: „Vá, ég gæti sko aldrei unnið við þetta.“ Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað gerist ótrúlega mikið á Íslandi, á hverjum einasta degi. Það kom sjálfri mér á óvart, þegar ég byrjaði að vinna hjá Neyðarlínunni. En það er samt þannig, að jafnvel þó að ég sé búin að vera í þessu starfi í allan þennan tíma, og er búin að upplifa allskonar ótrúlega hluti, þá eru alltaf að koma upp nýjar og óvæntar aðstæður. Sjálfelski parturinn af þessu er auðvitað það að þú færð tækifæri til að hjálpa fólki, og stundum áttu þátt í því að fólk lifir af.“ Heiða segir atvik þar sem börn slasast alvarlega eða deyja vera það allra erfiðasta sem fylgi starfinu hjá Neyðarlínunni.Vísir/Vilhelm Magnað að verða vitni að fæðingum „En það er þó eitt sem leggst alltaf þungt á mann, og mun aldrei hætta að hafa áhrif. Það er þegar börn eiga í hlut; þegar börn lenda í slasast alvarlega eða jafnvel deyja. Það venst aldrei. En þá þakkar maður fyrir að hafa gott bakland, og góðan stuðning í vinnunni og þar fyrir utan,“ segir Heiða sem sjálf er tveggja barna móðir. Meirihluti þeirra símtala sem berast til Neyðarlínunnar eru tengd átakanlegum, ógnvekjandi og oft sorglegum atburðum – en þó ekki öll. Heiða hefur oftar en einu sinni fengið símtal þar sem að barnshafandi kona er komin með hríðir og er við það að fara að fæða. „Ég held að það sé símtal sem flestir neyðarverðir bíði alltaf eftir að fá. Mig minnir að ég hafi verið búin að vera í fjögur ár í starfinu þegar ég fékk fyrsta „fæðingarsímtalið“. Að heyra í gegnum símann þegar barn kemur í heiminn, það er alltaf jafn ótrúleg og mögnuð upplifun. Ég fæ gæsahúð við það eitt að hugsa um það. Allt gekk snuðrulaust Það var svo í júlí í fyrrasumar sem Heiða var við símann og skyndihjálparmanneskjur ársins komu við sögu. „Þetta er dæmi um aðstæður þar sem að allt gekk upp, allir höfðu sitt hlutverk og allir gerðu sitt besta,“ segir Heiða. „Þau Hinrik, Guðrún og Elín brugðust hárrétt við, gerðu allt upp á tíu og það er þeim að þakka að Hrafnkell er við fulla heilsu í dag. Einn af erfiðu hlutunum í starfinu er að fá fólk til að veita þá aðstoð sem þarf að veita, en þannig var það svo sannarlega ekki í þessu tilviki. Það er misjafnt hvernig fólk bregst við þegar við óskum eftir upplýsingum og veitum fyrirmæli. Stundum þurfum við að vera mjög ákveðin, hálfpartinn hvöss, í símann, en við þurfum einfaldlega að ná stjórn á aðstæðunum með einum eða öðrum hætti. Fólk skilur oft ekki af hverju maður er að spyrja allra þessara spurninga. En það er auðvitað góð og gild ástæða fyrir þessum spurningum; við erum að leita eftir þessum upplýsingum svo að þeir sem koma síðan á vettvang séu undirbúnir, séu með réttan búnað og geti brugðist við eins hratt og örugglega og hægt er.“ Heiða telur tvímælalaust þörf á því að gera skyndihjálp að skyldufagi í grunnskólum.Vísir/Vilhelm Skyndihjálparkunnátta getur skipt sköpum Það getur hver sem er lent í þeim aðstæðum að koma að manneskju í lífshættulegu ástandi. Þá getur viðeigandi þekking skipt sköpum- jafnvel bjargað mannslífi. „Ég á erfitt með að skilja af hverju skyndihjálp er ekki skyldufag í grunnskólum,“ segir Heiða. „Það getur breytt gífurlega miklu ef að einstaklingur sem hringir til okkar býr yfir þessari kunnáttu. Jafnvel þó að það sé bara einhver grunnþekking. Og jafnvel þó að það sé langt síðan að viðkomandi hefur farið á skyndihjálparnámskeið þá getur það samt breytt miklu; ef þú hefur gert þetta einhvern tímann áður, ef þú hefur einhverja reynslu af töktunum, þá er þetta mjög fljótt af rifjast upp. Í aðstæðum, eins og til dæmis þegar einstaklingur fer í hjartastopp þá skiptir hver einasta mínúta máli, og því fyrr sem endurlífgun hefst því meiri líkur eru á að hlutirnir endi vel. Skyndihjálparþekking veitir fólki líka meira sjálfsöryggi, og gerir það að verkum að viðkomandi á auðveldara með halda ró sinni og hugsa skýrt í þessum aðstæðum. Það er allavega á hreinu að það er enginn verr settur af því að hafa grunnþekkingu á skyndihjálp.“ Reykjavík Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Hjálparstarf Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Þann 11. febrúar veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp. Guðrún, sem átti leið fram hjá, hikaði ekki við að láta til sín taka; hún kallaði eftir aðstoð og hóf strax hjartahnoð. Hinrik og Elín, sem starfa í nærliggjandi húsi, heyrðu köll hennar og hringdu umsvifalaust í 112. Söguleg stund hjá reynslubolta Aðalheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, er neyðarvörðurinn sem tók við símtalinu þennan umrædda dag. Með samstilltu átaki tókst Guðrúnu, Hinriki og Elínu að kaupa dýrmætan tíma þar til viðbragðsaðilar komu á staðinn og gáfu rafstuð. Hrafnkell er í dag við góða heilsu, meðal annars þökk sé þessum skjótvirku og fumlausu viðbrögðum. Heiða var viðstödd athöfnina þann 11. febrúar síðastliðinn en þetta var í fyrsta skipti sem hún hitti í eigin persónu einstakling sem hún hafði komið til aðstoðar í gegnum starfið sitt hjá Neyðarlínunni. Líkt og Heiða bendir á þá sjá neyðarverðir alltaf um fyrsta hlutann af ferlinu - síðan taka sjúkraflutningamenn við og svo spítalinn. „Þannig að oft veit maður ekkert hvernig endar fyrir fólki, hvort það lifir eða deyr. Og það er alltaf yndislegt þegar maður fær að vita að sagan hefur fengið góðan endi. Það var ótrúlega dýrmætt að fá að hitta þau öll- og sérstaklega að fá að hitta Hrafnkel og taka utan um hann. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess.“ Meðfylgjandi myndskeið birtist á facebooksíðu Rauða Krossins á dögunum. Þar er rætt við Hrafnkel og Heiðu um aðkomu þeirra að atvikinu þennan umrædda júlídag – og áhorfendur fá að heyra upptöku af símtali Hrafnkels til Neyðarlínunnar, þar sem Heiða svaraði og veitti honum leiðsögn. Klippa: Skyndihjálparmanneskja ársins 2024 Fær oft spurningar Það var fyrir sex árum að Heiða byrjaði að starfa sem neyðarvörður. Það var fyrir tilstuðlan vinkonu hennar, sem vann hjá Neyðarlínunni og hafði oftar en einu sinni sagt við Heiðu að hún ætti vel heima í þessu starfi. „Á þessum tíma var ég að flytja heim frá Spáni. Þetta var í maí og þegar ég sagði vinkonu minni að ég væri að flytja heim þá minntist hún á það að það væri akkúrat verið að ráða inn sumarstarfsfólk hjá Neyðarlínunni,“ segir Heiða sem hafði komið víða við áður; til að mynda lært leiklist í Kvikmyndaskólanum og starfað við tækniaðstoð hjá Vodafone. „Eftir smá umhugsun ákvað ég að slá bara til. Ég fór í viðtal og nokkrum dögum seinna var ég komin með vinnuna. Síðan tók við þriggja mánaða þjálfun og eftir sumarið gat ég ekki hugsað mér að hætta. Og enn þann dag í dag þá hlakka ég alltaf til að mæta í vinnuna. Eins krefjandi og þetta er, þá er þetta fyrst og fremst ótrúlega gaman, og það er kannski þetta adrenalín „rösh“ sem maður sækir í. En það er engu að síður mikið um„fallout“ í þessu starfi. Það er talað um að það taki sirka tvö ár að hætta að vera nýliði og komast í gegnum hringinn; að fá inn á borð til þín öll tilfelli sem eru líkleg til að geta komið upp. Það eru margir sem hætta einhvern tímann á þessum fyrstu tveimur árum, eða klára ekki þjálfunina. En þeir sem síðan endast eru yfirleitt mjög lengi í starfinu, í mörg ár eða áratugi.“ Margir eru forvitnir um hvernig það sé að vinna hjá Neyðarlínunni og Heiða fær reglulega spurningar frá fólki sem hefur ákveðna mynd af starfinu.Aðsend Margar ákvarðanir og mikil ábyrgð Starf neyðarvarðar sé svo sannarlega ekki fyrir hvern sem er. „Þú ert með gífurlega mikla ábyrgð og þú þarft að taka svo margar ákvarðanir og reiða þig á það sem þú veist og það sem þú kannt. Þetta snýst um að hugsa hratt- og láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Meirihluti þeirra sem hringja inn til Neyðarlínunnar eiga það sameiginlegt að vera að eiga sinn versta dag. Oftar en ekki er fólk í miklu tilfinningalegu uppnámi, sumir eru í skrítnu geðrænu ástandi eða undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fólk byrjar oft á að öskra í símann og það getur verið erfitt að ná fólki niður. Þú þarft að taka á móti fólki í allskonar ástandi og nálgast hvern og einn á mismunandi hátt. Það er líka eitt sem gerir þetta starf sérstakt hérna á Íslandi og það er smæð landsins. Flestir neyðarverðir lenda einhvern tíma í því að fá símtöl frá vinum eða ættingjum Þar sem við erum bundin trúnaði þá látum við viðkomandi aldrei vita að hann hafi lent á einhverjum sem hann þekkir, hvorki í símtalinu né eftir á. Ég er samt reglulega spurð: „Var ég að tala við þig þegar ég hringdi?“ Nýtur þess að bjarga mannslífum Margir eru forvitnir um hvernig það sé að vinna hjá Neyðarlínunni og Heiða fær reglulega spurningar frá fólki sem hefur ákveðna mynd af starfinu. „Ég er mjög oft spurð: „Er þetta ekki alveg hræðilegt?“ eða ég fæ svona athugasemdir eins og: „Vá, ég gæti sko aldrei unnið við þetta.“ Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað gerist ótrúlega mikið á Íslandi, á hverjum einasta degi. Það kom sjálfri mér á óvart, þegar ég byrjaði að vinna hjá Neyðarlínunni. En það er samt þannig, að jafnvel þó að ég sé búin að vera í þessu starfi í allan þennan tíma, og er búin að upplifa allskonar ótrúlega hluti, þá eru alltaf að koma upp nýjar og óvæntar aðstæður. Sjálfelski parturinn af þessu er auðvitað það að þú færð tækifæri til að hjálpa fólki, og stundum áttu þátt í því að fólk lifir af.“ Heiða segir atvik þar sem börn slasast alvarlega eða deyja vera það allra erfiðasta sem fylgi starfinu hjá Neyðarlínunni.Vísir/Vilhelm Magnað að verða vitni að fæðingum „En það er þó eitt sem leggst alltaf þungt á mann, og mun aldrei hætta að hafa áhrif. Það er þegar börn eiga í hlut; þegar börn lenda í slasast alvarlega eða jafnvel deyja. Það venst aldrei. En þá þakkar maður fyrir að hafa gott bakland, og góðan stuðning í vinnunni og þar fyrir utan,“ segir Heiða sem sjálf er tveggja barna móðir. Meirihluti þeirra símtala sem berast til Neyðarlínunnar eru tengd átakanlegum, ógnvekjandi og oft sorglegum atburðum – en þó ekki öll. Heiða hefur oftar en einu sinni fengið símtal þar sem að barnshafandi kona er komin með hríðir og er við það að fara að fæða. „Ég held að það sé símtal sem flestir neyðarverðir bíði alltaf eftir að fá. Mig minnir að ég hafi verið búin að vera í fjögur ár í starfinu þegar ég fékk fyrsta „fæðingarsímtalið“. Að heyra í gegnum símann þegar barn kemur í heiminn, það er alltaf jafn ótrúleg og mögnuð upplifun. Ég fæ gæsahúð við það eitt að hugsa um það. Allt gekk snuðrulaust Það var svo í júlí í fyrrasumar sem Heiða var við símann og skyndihjálparmanneskjur ársins komu við sögu. „Þetta er dæmi um aðstæður þar sem að allt gekk upp, allir höfðu sitt hlutverk og allir gerðu sitt besta,“ segir Heiða. „Þau Hinrik, Guðrún og Elín brugðust hárrétt við, gerðu allt upp á tíu og það er þeim að þakka að Hrafnkell er við fulla heilsu í dag. Einn af erfiðu hlutunum í starfinu er að fá fólk til að veita þá aðstoð sem þarf að veita, en þannig var það svo sannarlega ekki í þessu tilviki. Það er misjafnt hvernig fólk bregst við þegar við óskum eftir upplýsingum og veitum fyrirmæli. Stundum þurfum við að vera mjög ákveðin, hálfpartinn hvöss, í símann, en við þurfum einfaldlega að ná stjórn á aðstæðunum með einum eða öðrum hætti. Fólk skilur oft ekki af hverju maður er að spyrja allra þessara spurninga. En það er auðvitað góð og gild ástæða fyrir þessum spurningum; við erum að leita eftir þessum upplýsingum svo að þeir sem koma síðan á vettvang séu undirbúnir, séu með réttan búnað og geti brugðist við eins hratt og örugglega og hægt er.“ Heiða telur tvímælalaust þörf á því að gera skyndihjálp að skyldufagi í grunnskólum.Vísir/Vilhelm Skyndihjálparkunnátta getur skipt sköpum Það getur hver sem er lent í þeim aðstæðum að koma að manneskju í lífshættulegu ástandi. Þá getur viðeigandi þekking skipt sköpum- jafnvel bjargað mannslífi. „Ég á erfitt með að skilja af hverju skyndihjálp er ekki skyldufag í grunnskólum,“ segir Heiða. „Það getur breytt gífurlega miklu ef að einstaklingur sem hringir til okkar býr yfir þessari kunnáttu. Jafnvel þó að það sé bara einhver grunnþekking. Og jafnvel þó að það sé langt síðan að viðkomandi hefur farið á skyndihjálparnámskeið þá getur það samt breytt miklu; ef þú hefur gert þetta einhvern tímann áður, ef þú hefur einhverja reynslu af töktunum, þá er þetta mjög fljótt af rifjast upp. Í aðstæðum, eins og til dæmis þegar einstaklingur fer í hjartastopp þá skiptir hver einasta mínúta máli, og því fyrr sem endurlífgun hefst því meiri líkur eru á að hlutirnir endi vel. Skyndihjálparþekking veitir fólki líka meira sjálfsöryggi, og gerir það að verkum að viðkomandi á auðveldara með halda ró sinni og hugsa skýrt í þessum aðstæðum. Það er allavega á hreinu að það er enginn verr settur af því að hafa grunnþekkingu á skyndihjálp.“
Reykjavík Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Hjálparstarf Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira