Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2025 14:12 Skjáskot úr myndbandi sem rússneskur hermaður birti upprunalega á Youtube í janúar. Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Þetta kemur fram í grein Fincancial Times (áskriftarvefur) en blaðamenn miðilsins hafa kafað djúpt í aftökurnar og telja sig hafa borið kennsl á einn rússneskan hermann sem tók þátt í að taka úkraínska hermenn af lífi á undanförnum vikum. Rússneskir hermann hafa margsinnis tekið upp á myndbönd aftökur á úkraínskum stríðsföngum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar 2022. Birtingu slíkra myndbanda hefur þó fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og Úkraínumenn hafa einnig fangað aftökur Rússa á stríðsföngum með eftirlitsdrónum. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Lögreglan í Úkraínu hóf í fyrra 43 rannsóknir vegna aftaka á að minnsta kosti 133 úkraínskum stríðsföngum. Flestir hafa úkraínsku stríðsfangarnir verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Rannsakendur Bellingcat báru kennsl á hermanninn sem skar undan þeim úkraínska og hringdu í hann. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Rússneska herdeildin sem sökuð hefur verið um að myrða á fimmta hundrað óbreytta borgara í Bucha, í upphafi innrásarinnar, var heiðruð af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Sagði fanga hafa verið skotna af ástæðu Í einu nýlegu myndbandi, sem rússneskur hermaður birti upprunalega á Yotube í janúar, tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir stilltu sex úkraínskum hermönnum, einum eða tveimur í einu, upp við bjálkahrúgu og skutu þá í bakið. Hermaðurinn sem birti myndbandið upprunalega, á Youtube-síðu þar sem hann hafði áður birt frumsamin rapplög, heitir samkvæmt FT, Oleg Yakolev. Á myndbandinu sést grímuklæddur maður, sem talinn er vera Yakolev taka beinan þátt í morðunum. Þegar blaðamenn náðu sambandi við hann, sagðist Yakolev ekki vera maðurinn á myndbandinu. Hann sagði einnig að hermaðurinn grímuklæddi hefði haft ástæðu til að skjóta hina óvopnuðu úkraínsku hermenn. Úkraínumenn segja hersveitina sem Yakolev tilheyrir hafa verið bendlaða við ýmsa stríðsglæpi. Hún var heiðruð af Pútín í júlí fyrir „hugrekki og hetjuskap“. Hér að neðan má sjá heimildarmynd sem FT gerði um rannsókn þeirra á aftökunum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. 19. febrúar 2025 14:24 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Fincancial Times (áskriftarvefur) en blaðamenn miðilsins hafa kafað djúpt í aftökurnar og telja sig hafa borið kennsl á einn rússneskan hermann sem tók þátt í að taka úkraínska hermenn af lífi á undanförnum vikum. Rússneskir hermann hafa margsinnis tekið upp á myndbönd aftökur á úkraínskum stríðsföngum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar 2022. Birtingu slíkra myndbanda hefur þó fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og Úkraínumenn hafa einnig fangað aftökur Rússa á stríðsföngum með eftirlitsdrónum. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Lögreglan í Úkraínu hóf í fyrra 43 rannsóknir vegna aftaka á að minnsta kosti 133 úkraínskum stríðsföngum. Flestir hafa úkraínsku stríðsfangarnir verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Rannsakendur Bellingcat báru kennsl á hermanninn sem skar undan þeim úkraínska og hringdu í hann. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Rússneska herdeildin sem sökuð hefur verið um að myrða á fimmta hundrað óbreytta borgara í Bucha, í upphafi innrásarinnar, var heiðruð af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Sagði fanga hafa verið skotna af ástæðu Í einu nýlegu myndbandi, sem rússneskur hermaður birti upprunalega á Yotube í janúar, tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir stilltu sex úkraínskum hermönnum, einum eða tveimur í einu, upp við bjálkahrúgu og skutu þá í bakið. Hermaðurinn sem birti myndbandið upprunalega, á Youtube-síðu þar sem hann hafði áður birt frumsamin rapplög, heitir samkvæmt FT, Oleg Yakolev. Á myndbandinu sést grímuklæddur maður, sem talinn er vera Yakolev taka beinan þátt í morðunum. Þegar blaðamenn náðu sambandi við hann, sagðist Yakolev ekki vera maðurinn á myndbandinu. Hann sagði einnig að hermaðurinn grímuklæddi hefði haft ástæðu til að skjóta hina óvopnuðu úkraínsku hermenn. Úkraínumenn segja hersveitina sem Yakolev tilheyrir hafa verið bendlaða við ýmsa stríðsglæpi. Hún var heiðruð af Pútín í júlí fyrir „hugrekki og hetjuskap“. Hér að neðan má sjá heimildarmynd sem FT gerði um rannsókn þeirra á aftökunum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. 19. febrúar 2025 14:24 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29
Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03
Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. 19. febrúar 2025 14:24