Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 09:03 Svona var aðkoman eftir öll herlegheitin. Vísir/Vilhelm Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu. Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41