Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 14:55 Jeffrey Ferguson segir nú að um slysaskot hafi verið að ræða, þegar hann skaut eiginkonu sína til bana. AP/Frederick M. Brown. Bandarískur dómari tók upp skammbyssu sem hann bar í hulstri á ökkla og skaut eiginkonu sína til bana. Þau höfðu þá rifist um fjármál á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira