Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 14:55 Jeffrey Ferguson segir nú að um slysaskot hafi verið að ræða, þegar hann skaut eiginkonu sína til bana. AP/Frederick M. Brown. Bandarískur dómari tók upp skammbyssu sem hann bar í hulstri á ökkla og skaut eiginkonu sína til bana. Þau höfðu þá rifist um fjármál á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent