Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa 20. febrúar 2025 12:01 Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun