Danir ausa milljörðum í varnarmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 22:52 Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira