Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 20:58 Tíu sveitar- og bæjarstjórar mótmæla lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Samsett Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. „Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira