Lífið

„Þetta var orðið svo­lítið hættu­legt fyrir mig“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sonja Valdín er viðmælandi í Einkalífinu. Hún var ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins en eyddi öllum sínum aðgöngum fyrir andlega heilsu og sér ekki eftir því.
Sonja Valdín er viðmælandi í Einkalífinu. Hún var ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins en eyddi öllum sínum aðgöngum fyrir andlega heilsu og sér ekki eftir því. Vísir/Vilhelm

„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Hér má sjá Einkalífsviðtalið við Sonju í heild sinni: 

Klippa: Einkalífið - Sonja Valdín

Í þættinum fer Sonja um víðan völl. Hún ræðir um æskuna í Danmörku og flutningana í Grafarvog en húmorinn hefur alltaf verið henni mikilvægur félagi. Hún fer yfir samfélagsmiðlanotkun hennar sem breyttist í þráhyggju, að setja heilsuna í fyrsta sæti, hvernig heimsmyndin breyttist, að læra af gagnrýni, leyfa sér að hafa gaman að lífinu og vera í dag slétt sama hvað fólki finnst. 

Hún fer sömuleiðis yfir þátttöku sína í Söngvakeppninni sem varð að flóðgátt hatursfullra og markalausra þráða á netinu og markaði upphafið að ákvörðun hennar að hætta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.