Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Oliver Bearman talaði kannski aðeins af sér á blaðamannafundi fyrir sitt fyrsta tímabil sem fastráðinn formúlu 1 ökumaður. Getty/Clive Mason Breski ökuþórinn Ollie Bearman missti svolítið út úr sér á blaðamannafundi fyrir formúlu 1 tímabilið. Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025
Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira