Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Oliver Bearman talaði kannski aðeins af sér á blaðamannafundi fyrir sitt fyrsta tímabil sem fastráðinn formúlu 1 ökumaður. Getty/Clive Mason Breski ökuþórinn Ollie Bearman missti svolítið út úr sér á blaðamannafundi fyrir formúlu 1 tímabilið. Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025
Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira