Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar