Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 11:42 Frá afhendingarathöfn styrkjanna. HAGAR Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Þetta sé í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafi 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fái styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. Alls hafi tugir umsókna um styrk borist í sjóðinn og matsnefnd hafi valið níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum hafi farið fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru: Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic. Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky. PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson. Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe. Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól. Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði. HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo. Hagar Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Þetta sé í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafi 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fái styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. Alls hafi tugir umsókna um styrk borist í sjóðinn og matsnefnd hafi valið níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum hafi farið fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru: Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic. Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky. PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson. Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe. Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól. Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði. HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo.
Hagar Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent