Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja Daði Már Kristófersson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun