Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja Daði Már Kristófersson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun