Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 15:08 Að minnsta kosti eitt barn er meðal þeirra sem árásarmaðurinn ók á. AP/Matthias Balk Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira