Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:30 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira