Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 10:43 Síðasta kvikmyndin sem Lars von Trier leikstýrði er The House that Jack Built árið 2018. Þriðja sería Ríkisins, Riget: Exodus kom svo út árið 2022. Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier, sem greindist með Parkinson árið 2022, hefur verið lagður inn á hjúkrunarheimili. Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni. Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni.
Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp