Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun