Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 09:25 Kindur í haga í Grikklandi. Svartir sauðir innan ríkisstofnunar þar virðast hafa skipulagt umfangsmikið svindl með landbúnaðarstyrki frá Evrópusambandinu. Vísir/Getty Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda. Svindlið er talið hafa átt sér stað frá árinu 2017 og gæti hafa numið 45 milljónum evra á ári, jafnvirði rúmra 6,6 milljarða íslenskra króna, sem gerði það eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn dagblaðsins Politico. Það hefur verið til rannsóknar frá árinu 2021. Ráðabruggið er sagt hafa farið af stað eftir að Evrópusambandið rýmkaði reglur um beitiland árið 2017. Grísk stjórnvöld höfðu þrýst á breytingarnar sem skilgreindu nú fleiri landgerðir en graslendi sem beitiland. Við það tvöfaldaðist beitiland sem hægt var að fá styrki fyrir í Grikklandi. Skömmu eftir reglubreytingarnar byrjuðu að berast umsóknir um styrki frá einstaklingum sem sögðust eigendur beitilands jafnvel þótt þeir byggju víðsfjarri þeim landareignum. Meirihluti fölsku umsóknanna komu frá eyjunni Krít. Hlýtur að hafa verið skipulagt innan opinberrar stofnunar Nokkrir einstaklingar hafa þegar verið dregnir fyrir dóm vegna svikanna. Rannsókn saksóknarans beinist hins vegar einnig að því hvort að starfsmenn grískrar ríkisstofnunar sem útdeilir evrópsku landbúnaðarstyrkjunum hafi verið viðriðnir svindlið. Starfsmenn stofnunarinnar þurftu ekki að sannreyna að umsækjendur um styrkina ættu raunverulega landið sem þeir vildu styrki fyrir. Í sumum tilfellum sótti einn einstaklingur um styrki vegna landareignar eitt árið en annar það næsta. Aldrei var sótt um fleiri en einn styrk fyrir sömu landareignina tvisvar sem þykir benda til þess að einhver sem hafði aðgang að gögnum um allt landið skipulegði svindlið samkvæmt heimildarmönnum Politico. Makis Voridis er einn nokkurra landbúnaðarráðherra Grikklands sem eru sagðir hafa lagt stein í götu tilrauna til þess að uppræta svindlið. Hann þvingaði yfirmann stofnunar sem greiddi út styrkina til þess að segja af sér eftir að hann stöðvaði styrki til þúsunda umsækjenda sem hann grunaði um græsku.Vísir/Getty Sektuð fyrir óstjórnina Enginn frá stofnuninni hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Þeim sem reyndu að uppræta svindlið þar var bolað úr starfi af landbúnaðarráðherra hverju sinni. Stofnunin hefur haft sex forstöðumenn á fimm árum. Þannig var konu sem var yfirmaður innra eftirlits stofnunarinnar sem varð fyrst vör við svindlið sett út af sakramentinu. Aðgangi hennar að gagnagrunni stofnunarinnar var lokað og hún læst út af skrifstofu sinni. Lögmaður hennar segir að hún hafi orðið fyrir markvissri óhróðursherferð þegar henni var vikið úr starfi fyrir vanhæfni. Jafnvel eftir að endurskoðandinn hafði vakið athygli á svikamyllunni fengu starfsmenn stofnunarinnar skipanir um að takmarka eftirlit sitt og að ekki væri nauðsynlegt að skoða afsalsbréf skikanna sem sótt var um styrki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Grikkland um 283 milljónir evra, jafnvirði um 41,6 milljarða íslenskra króna, fyrir óstjórnina á útgreiðslum á Evrópustyrkjum í gegnum stofnunina frá 2020 til 2022. Hótaði hún að hætta að viðurkenna stofnunina sem móttakanda styrkjanna. Um þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins er vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess. Endurskoðun á þeim fyrir árin 2028 til 2024 hefst á þessu ári og er gríska svindlið sagt verða vatn á myllu gagnrýnenda landbúnaðarstefnunnar. Grikkland Evrópusambandið Efnahagsbrot Landbúnaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Svindlið er talið hafa átt sér stað frá árinu 2017 og gæti hafa numið 45 milljónum evra á ári, jafnvirði rúmra 6,6 milljarða íslenskra króna, sem gerði það eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn dagblaðsins Politico. Það hefur verið til rannsóknar frá árinu 2021. Ráðabruggið er sagt hafa farið af stað eftir að Evrópusambandið rýmkaði reglur um beitiland árið 2017. Grísk stjórnvöld höfðu þrýst á breytingarnar sem skilgreindu nú fleiri landgerðir en graslendi sem beitiland. Við það tvöfaldaðist beitiland sem hægt var að fá styrki fyrir í Grikklandi. Skömmu eftir reglubreytingarnar byrjuðu að berast umsóknir um styrki frá einstaklingum sem sögðust eigendur beitilands jafnvel þótt þeir byggju víðsfjarri þeim landareignum. Meirihluti fölsku umsóknanna komu frá eyjunni Krít. Hlýtur að hafa verið skipulagt innan opinberrar stofnunar Nokkrir einstaklingar hafa þegar verið dregnir fyrir dóm vegna svikanna. Rannsókn saksóknarans beinist hins vegar einnig að því hvort að starfsmenn grískrar ríkisstofnunar sem útdeilir evrópsku landbúnaðarstyrkjunum hafi verið viðriðnir svindlið. Starfsmenn stofnunarinnar þurftu ekki að sannreyna að umsækjendur um styrkina ættu raunverulega landið sem þeir vildu styrki fyrir. Í sumum tilfellum sótti einn einstaklingur um styrki vegna landareignar eitt árið en annar það næsta. Aldrei var sótt um fleiri en einn styrk fyrir sömu landareignina tvisvar sem þykir benda til þess að einhver sem hafði aðgang að gögnum um allt landið skipulegði svindlið samkvæmt heimildarmönnum Politico. Makis Voridis er einn nokkurra landbúnaðarráðherra Grikklands sem eru sagðir hafa lagt stein í götu tilrauna til þess að uppræta svindlið. Hann þvingaði yfirmann stofnunar sem greiddi út styrkina til þess að segja af sér eftir að hann stöðvaði styrki til þúsunda umsækjenda sem hann grunaði um græsku.Vísir/Getty Sektuð fyrir óstjórnina Enginn frá stofnuninni hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Þeim sem reyndu að uppræta svindlið þar var bolað úr starfi af landbúnaðarráðherra hverju sinni. Stofnunin hefur haft sex forstöðumenn á fimm árum. Þannig var konu sem var yfirmaður innra eftirlits stofnunarinnar sem varð fyrst vör við svindlið sett út af sakramentinu. Aðgangi hennar að gagnagrunni stofnunarinnar var lokað og hún læst út af skrifstofu sinni. Lögmaður hennar segir að hún hafi orðið fyrir markvissri óhróðursherferð þegar henni var vikið úr starfi fyrir vanhæfni. Jafnvel eftir að endurskoðandinn hafði vakið athygli á svikamyllunni fengu starfsmenn stofnunarinnar skipanir um að takmarka eftirlit sitt og að ekki væri nauðsynlegt að skoða afsalsbréf skikanna sem sótt var um styrki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Grikkland um 283 milljónir evra, jafnvirði um 41,6 milljarða íslenskra króna, fyrir óstjórnina á útgreiðslum á Evrópustyrkjum í gegnum stofnunina frá 2020 til 2022. Hótaði hún að hætta að viðurkenna stofnunina sem móttakanda styrkjanna. Um þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins er vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess. Endurskoðun á þeim fyrir árin 2028 til 2024 hefst á þessu ári og er gríska svindlið sagt verða vatn á myllu gagnrýnenda landbúnaðarstefnunnar.
Grikkland Evrópusambandið Efnahagsbrot Landbúnaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira