Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:58 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir ákvörðunina einróma í ríkisstjórn að rifta samkomulagi um vopnahlé verði gíslunum ekki skilað. Vísir/EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að samkomulagi þeirra við Hamas um vopnahlé verði slitið á laugardag skili Hamas ekki gíslunum sem samið var um að yrði skilað á laugardag. Netanyahu lýsti þessu yfir síðdegis í dag eftir langan fund með ríkisstjórn sinni. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að ríkisstjórnin væri enn afar reið yfir ástandi gíslanna sem var sleppt síðasta laugardag. Þá sagðist hann hafa fyrirskipað ísraelska hernum að koma sér fyrir innan og utan Gasasvæðisins og að þau muni bregðast við verði gíslunum ekki skilað. Þá sagði hann það einróma ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sé gíslunum ekki skilað fyrir hádegi á laugardaginn verði samningi um vopnahlé rift og ísraelski herinn hefji árásir sínar á ný og láti ekki af þeim þar til Hamas verður „gjörsigrað“. Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg.Vísir/EPA Í frétt BBC um málið kemur fram að hingað til hafi Hamas sleppt 16 ísraelskum gíslum í stað hundruð Palestínumanna sem hafa verið í fangelsi í Ísrael frá því í janúar. Hamas hafa einnig afhent fimm taílenska gísla til taílenskra stjórnvalda. Enn eru í haldi á Gasa 17 ísraelskir gíslar sem á að sleppa, samkvæmt samkomulagi, í fyrsta fasa vopnahlésins. Þremur þeirra átti að sleppa næsta laugardag en Hamas tilkynnti að því væri frestað og vísaði til þess að Ísrael hefði rift samkomulaginu með því að banna íbúum á Gasa að snúa aftur til norðurhluta Gasastrandarinnar, með því að ráðast á Palestínubúa með flugskeytum og byssum ásamt því að hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu. Segja Ísrael hafa rift samkomulaginu Hamas sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að Hamas virti enn samkomulagið sem gert var um vopnahlé. Þá vísuðu samtökin hugmyndum Donald Trump um flutning íbúa Gasa til nágrannalanda á bug. Þau segja yfirlýsingar hans fullar af kynþáttahatri og að þetta plan muni ekki ganga upp. Þá minntu þau á það í yfirlýsingu sinni að þau telji Ísrael hafa rift samkomulaginu. Donald Trump á fundi með konungi Jórdaníu í dag, Abdullah öðrum.Vísir/EPA Donald Trump fundaði í dag með konungi Jórdaníu um stöðuna í Miðausturlöndum. Í frétt BBC segir að þeir hafi rætt vopnahlé Ísrael og Hamas og Trump hafi, meðal annars, lýst því yfir að hann telji ólíklegt að Hamas standi við samkomulagið á laugardag og skili gíslunum sem á að skila þá. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í kvöld bæði Hamas og Ísrael til að standa við samkomulagið sem gert var í janúar um vopnahlé og til að hefja á ný viðræður í Doha í Katar um annan fasa samkomulagsins. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna las yfirlýsingu Guterres á blaðamannafundi í Genf síðdegis í dag. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til Hamas og Ísraels að heiðra samkomulagið um vopnahlé.Vísir/EPA „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum leiðum að hernaðarátök hefjist á Gasa á ný,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði hann það í forgangi hjá Sameinuðu þjóðunum að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Þörfin þar sé enn gífurleg. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í yfirlýsingu frá honum kom fram að ríkisstjórnin væri enn afar reið yfir ástandi gíslanna sem var sleppt síðasta laugardag. Þá sagðist hann hafa fyrirskipað ísraelska hernum að koma sér fyrir innan og utan Gasasvæðisins og að þau muni bregðast við verði gíslunum ekki skilað. Þá sagði hann það einróma ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sé gíslunum ekki skilað fyrir hádegi á laugardaginn verði samningi um vopnahlé rift og ísraelski herinn hefji árásir sínar á ný og láti ekki af þeim þar til Hamas verður „gjörsigrað“. Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg.Vísir/EPA Í frétt BBC um málið kemur fram að hingað til hafi Hamas sleppt 16 ísraelskum gíslum í stað hundruð Palestínumanna sem hafa verið í fangelsi í Ísrael frá því í janúar. Hamas hafa einnig afhent fimm taílenska gísla til taílenskra stjórnvalda. Enn eru í haldi á Gasa 17 ísraelskir gíslar sem á að sleppa, samkvæmt samkomulagi, í fyrsta fasa vopnahlésins. Þremur þeirra átti að sleppa næsta laugardag en Hamas tilkynnti að því væri frestað og vísaði til þess að Ísrael hefði rift samkomulaginu með því að banna íbúum á Gasa að snúa aftur til norðurhluta Gasastrandarinnar, með því að ráðast á Palestínubúa með flugskeytum og byssum ásamt því að hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu. Segja Ísrael hafa rift samkomulaginu Hamas sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að Hamas virti enn samkomulagið sem gert var um vopnahlé. Þá vísuðu samtökin hugmyndum Donald Trump um flutning íbúa Gasa til nágrannalanda á bug. Þau segja yfirlýsingar hans fullar af kynþáttahatri og að þetta plan muni ekki ganga upp. Þá minntu þau á það í yfirlýsingu sinni að þau telji Ísrael hafa rift samkomulaginu. Donald Trump á fundi með konungi Jórdaníu í dag, Abdullah öðrum.Vísir/EPA Donald Trump fundaði í dag með konungi Jórdaníu um stöðuna í Miðausturlöndum. Í frétt BBC segir að þeir hafi rætt vopnahlé Ísrael og Hamas og Trump hafi, meðal annars, lýst því yfir að hann telji ólíklegt að Hamas standi við samkomulagið á laugardag og skili gíslunum sem á að skila þá. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í kvöld bæði Hamas og Ísrael til að standa við samkomulagið sem gert var í janúar um vopnahlé og til að hefja á ný viðræður í Doha í Katar um annan fasa samkomulagsins. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna las yfirlýsingu Guterres á blaðamannafundi í Genf síðdegis í dag. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til Hamas og Ísraels að heiðra samkomulagið um vopnahlé.Vísir/EPA „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum leiðum að hernaðarátök hefjist á Gasa á ný,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði hann það í forgangi hjá Sameinuðu þjóðunum að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Þörfin þar sé enn gífurleg.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04
Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39
Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04