Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar 11. febrúar 2025 09:45 Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun