„Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 08:32 LeBron James var með ráð fyrir Luka Doncic fyrir fyrsta leik Slóvenans eftir komuna frá Dallas Mavericks. Getty/Ronald Martinez LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta. Doncic er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og lék sinn fyrsta leik með Lakers í gær, eftir komuna óvæntu frá Dallas Mavericks, þegar Lakers unnu Utah Jazz á heimavelli, 132-113. Fyrsta leik Doncic hafði verið beðið með eftirvæntingu og sáu forráðamenn Lakers til þess að allir gætu verið í treyjum merktum honum á leiknum. Stjörnurnar voru mættar til að berja Doncic augum og í höllinni í gær mátti meðal annars sjá Adele, Will Ferrell og þá Flea og Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, auk Dallas Mavericks goðsagnarinnar Dirk Nowitzki. Rétt áður en leikurinn í gærkvöld hófst söfnuðust leikmenn Lakers saman þar sem James beindi orðum sínum að Doncic: „Luka, vertu fokking þú sjálfur. Ekki reyna að passa inn í, taktu fokking yfir,“ sagði James í lauslegri þýðingu. "Luka, be your f---ing self. Don't fit in, fit the f--- out."-LeBron to Luka 🗣️ pic.twitter.com/qj8Tbk8M8R— SportsCenter (@SportsCenter) February 11, 2025 Doncic hafði þó, á sinn mælikvarða, frekar hægt um sig og spilaði minna en vanalega eða rúmar 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. James var stigahæstur Lakers með 24 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Austin Reaves skoraði 22 stig og Rui Hachimura 21 stig. Þetta var fyrsti leikur Doncic eftir að hann meiddist í kálfa um jólin. Hann þurfti ekkert að spila í fjórða leikhlutanum í gær enda var sigur Lakers öruggur og liðið hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Lakers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp NBA Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Doncic er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og lék sinn fyrsta leik með Lakers í gær, eftir komuna óvæntu frá Dallas Mavericks, þegar Lakers unnu Utah Jazz á heimavelli, 132-113. Fyrsta leik Doncic hafði verið beðið með eftirvæntingu og sáu forráðamenn Lakers til þess að allir gætu verið í treyjum merktum honum á leiknum. Stjörnurnar voru mættar til að berja Doncic augum og í höllinni í gær mátti meðal annars sjá Adele, Will Ferrell og þá Flea og Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, auk Dallas Mavericks goðsagnarinnar Dirk Nowitzki. Rétt áður en leikurinn í gærkvöld hófst söfnuðust leikmenn Lakers saman þar sem James beindi orðum sínum að Doncic: „Luka, vertu fokking þú sjálfur. Ekki reyna að passa inn í, taktu fokking yfir,“ sagði James í lauslegri þýðingu. "Luka, be your f---ing self. Don't fit in, fit the f--- out."-LeBron to Luka 🗣️ pic.twitter.com/qj8Tbk8M8R— SportsCenter (@SportsCenter) February 11, 2025 Doncic hafði þó, á sinn mælikvarða, frekar hægt um sig og spilaði minna en vanalega eða rúmar 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. James var stigahæstur Lakers með 24 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Austin Reaves skoraði 22 stig og Rui Hachimura 21 stig. Þetta var fyrsti leikur Doncic eftir að hann meiddist í kálfa um jólin. Hann þurfti ekkert að spila í fjórða leikhlutanum í gær enda var sigur Lakers öruggur og liðið hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Lakers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp
NBA Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira