Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 12:30 Winston Churchill sagði einhvern tíma að lýðræði væri versta fyrirkomulag í stjórnskipan sem til væri – reyndar fyrir utan öll önnur sem menn hefðu prófað hingað til. Það er mikið til í þessu. Lýðræðið er ekkert auðvelt í framkvæmd og alltaf er verið að reka sig á galla þess. Því miður er það svo að ef það á að halda uppi lýðræðislegum stjórnarháttum þá kostar það fjármuni. Flestir eru sem betur fer sammála um að vanda þarf til stjórnmálaumræðunnar. Það er hinsvegar þannig að til að starf stjórnmálaflokka sé með öflugum hætti að þá þurfa þeir fjármuni. Í raun eru stjórnmálaflokkar hornsteinn lýðræðisins – þó margir elski ekkert annað meira en að tala þá niður og hversu spilltir þeir eru. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að ríki og sveitarfélög styðji stjórnmálaöfl með opinberu fé. Það sé ekki hlutverk hins opinbera að gera slíkt, þeir eigi að fjármagna sig sjálfir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að stjórnmálasamtök reiði sig á fjárframlög einstaklinga og (oft ríkra) fyrirtækja. Það kalli á að stjórnmálin séu nánast „keypt“ af valdamiklum aðilum með sérhagsmuni. Ef þessar leiðir væru farnar hvor um sig – þá væru engin stjórnmálaöfl starfandi – og sennilega lýðræðið ekki heldur. Raunin er sú að farin hefur verið blönduð leið til að halda starfi stjórnmálaflokka gangandi til dæmis hér á landi. Opinber fjárstyrkur til stjórnmálasamtaka er talsverður og hefur farið vaxandi, sérstaklega á þessari öld. Þá hefur gagnsæi í framlögum einstaklinga og fyrirtækja orðið langtum betri og ágætur rammi er kominn yfir þau mál. Form og innihald Um aldamótin var tekin upp sú hefð að stjórnmálasamtök fengu greitt úr ríkissjóði framlag sem tengt hefur verið við atkvæðamagn í undangengnum kosningum. Um þetta hefur ríkt samkomulag og framkvæmdin hefur verið frekar hnökralaus en eflaust ekki án galla. Þá gerist það að allt í einu núna fyrir einhverjum vikum að ýmsir fara að klóra sér í höfðinu. Viti menn: Starfsmenn einstakra flokka höfðu ekki breytt félagaformi á skráningu stjórnmálaflokksins sem fram fór með lögmætum hætti á sínum tíma. Umfjöllun sumra miðla minnir mann á illa innrætta stráklinga á skólalóðum áttunda áratugar síðustu aldar, og ég man vel. Sérstaklega hefur verið átakanlegt að sjá Morgunblaðið í þvílíkum ham að minnir mann á ógnartíma kalda stríðsins. Það skyggir reyndar aðeins þeirra þórðargleði að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka verið í vandræðum með að merkja rétt við í dálka hinnar opinberu umsóknareyðublaða – en Mogginn þagar um slíkt. Matthías Johannessen, hinn farsæli ritstjóri þessa sama Morgunblaðs frá blómatímum þess sagði einmitt að „kalda stríðið gerði engan okkar að betri manni“. Hættum þessari vitleysu Auðvitað ber Flokki fólksins að fá þessa fjármuni – þrátt fyrir einhvern misskilning í útfyllingu opinberra eyðublaða í hinu opinbera kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hverjar eru leiðbeiningarskyldur opinberra aðila í ferli sem þessu. Auðvitað er það vilji löggjafans að fjármunirnir renni til þeirra sem hlutu atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Það er enginn að taka sér opinbera fjármuni sem honum ekki ber, og því síður hafa komið fram vísbendingar um að sjtórnmálaaflið hafi þegið fjármuni að utan eða í of miklu magni frá einstökum aðilum. Hér snýst umræðan aðeins og eingöngu um skráningu – formsatriði – sem verður leiðrétt í samræmi við leiðbeiningar fjármálaráðuneytis sem átti fyrir löngu að vera búið að veita. Skaðinn af þessari röngu skráningu er enginn, og einsýnt að hér er sökin yfirvalda sem sinnti ekki leiðbeiningarskyldu sinni á vakt síðustu ríkisstjórnar. Þetta gerir ekkert annað en að varpa rýrð á starf þeirra sem leggja það á sig að starfa í stjórnmálastarfi og hljóta til þess brautargengi. Það er ljótur leikur. Vinir Kópavogs Þetta mál tók á sig nokkuð sérstaka mynd í vikunni þegar bæjarstjóri Kópavogs hafði fyrir því að láta fara fram rannsókn á því hvort Vinir Kópavogs hefðu hakað í réttan dálk í þessu ferli. Það er mjög sérstakt að bæjarstjóri skuli líta á þetta mál sem sérstaklega mikilvægt viðfangsefni. Kópavogsbær veltir 56 milljörðum af almannafé. Við erum hér að tala um 2.3 milljónir króna. Þetta er auðvitað af sama meiði og Morgunblaðið var með sem sína nálgun. Vinir Kópavogs væru ekki alvöru stjórnmálasamtök heldur einhver villuráfandi söfnuður sem ætluðu sér að svíkja fé úr almannaeigu af því þeir væru ekki alvöru „stjórnmálaflokkur“. Ég var einn af þeim sem stofnuðu Vini Kópavogs. Ég kaus hinsvegar að vera ekki meðal þeirra sem töldu það vænlegt að bjóða fram Vini Kópavogs kosningum til bæjarstjórnar og er enn á þeirri skoðun. Ég vildi sem jafnaðarmaður vera með pólitíska hrygglengju í Samfylkingunni og er varabæjarfulltrúi þess flokks og er stoltur af mínum flokki í ríkisstjórn og annars staðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Vinir Kópavogs hlutu mikið brautargengi í síðustu kosningum. Það er í raun eini mælikvarðinn á hvort þeir eiga erindi í stjórnmálin í Kópavogi. Hættum þessari vitleysu og virðum leikreglur lýðræðisins. Winston Churchill hafði rétt fyrir sér – lýðræðið verður að vernda. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Winston Churchill sagði einhvern tíma að lýðræði væri versta fyrirkomulag í stjórnskipan sem til væri – reyndar fyrir utan öll önnur sem menn hefðu prófað hingað til. Það er mikið til í þessu. Lýðræðið er ekkert auðvelt í framkvæmd og alltaf er verið að reka sig á galla þess. Því miður er það svo að ef það á að halda uppi lýðræðislegum stjórnarháttum þá kostar það fjármuni. Flestir eru sem betur fer sammála um að vanda þarf til stjórnmálaumræðunnar. Það er hinsvegar þannig að til að starf stjórnmálaflokka sé með öflugum hætti að þá þurfa þeir fjármuni. Í raun eru stjórnmálaflokkar hornsteinn lýðræðisins – þó margir elski ekkert annað meira en að tala þá niður og hversu spilltir þeir eru. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að ríki og sveitarfélög styðji stjórnmálaöfl með opinberu fé. Það sé ekki hlutverk hins opinbera að gera slíkt, þeir eigi að fjármagna sig sjálfir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að stjórnmálasamtök reiði sig á fjárframlög einstaklinga og (oft ríkra) fyrirtækja. Það kalli á að stjórnmálin séu nánast „keypt“ af valdamiklum aðilum með sérhagsmuni. Ef þessar leiðir væru farnar hvor um sig – þá væru engin stjórnmálaöfl starfandi – og sennilega lýðræðið ekki heldur. Raunin er sú að farin hefur verið blönduð leið til að halda starfi stjórnmálaflokka gangandi til dæmis hér á landi. Opinber fjárstyrkur til stjórnmálasamtaka er talsverður og hefur farið vaxandi, sérstaklega á þessari öld. Þá hefur gagnsæi í framlögum einstaklinga og fyrirtækja orðið langtum betri og ágætur rammi er kominn yfir þau mál. Form og innihald Um aldamótin var tekin upp sú hefð að stjórnmálasamtök fengu greitt úr ríkissjóði framlag sem tengt hefur verið við atkvæðamagn í undangengnum kosningum. Um þetta hefur ríkt samkomulag og framkvæmdin hefur verið frekar hnökralaus en eflaust ekki án galla. Þá gerist það að allt í einu núna fyrir einhverjum vikum að ýmsir fara að klóra sér í höfðinu. Viti menn: Starfsmenn einstakra flokka höfðu ekki breytt félagaformi á skráningu stjórnmálaflokksins sem fram fór með lögmætum hætti á sínum tíma. Umfjöllun sumra miðla minnir mann á illa innrætta stráklinga á skólalóðum áttunda áratugar síðustu aldar, og ég man vel. Sérstaklega hefur verið átakanlegt að sjá Morgunblaðið í þvílíkum ham að minnir mann á ógnartíma kalda stríðsins. Það skyggir reyndar aðeins þeirra þórðargleði að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka verið í vandræðum með að merkja rétt við í dálka hinnar opinberu umsóknareyðublaða – en Mogginn þagar um slíkt. Matthías Johannessen, hinn farsæli ritstjóri þessa sama Morgunblaðs frá blómatímum þess sagði einmitt að „kalda stríðið gerði engan okkar að betri manni“. Hættum þessari vitleysu Auðvitað ber Flokki fólksins að fá þessa fjármuni – þrátt fyrir einhvern misskilning í útfyllingu opinberra eyðublaða í hinu opinbera kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hverjar eru leiðbeiningarskyldur opinberra aðila í ferli sem þessu. Auðvitað er það vilji löggjafans að fjármunirnir renni til þeirra sem hlutu atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Það er enginn að taka sér opinbera fjármuni sem honum ekki ber, og því síður hafa komið fram vísbendingar um að sjtórnmálaaflið hafi þegið fjármuni að utan eða í of miklu magni frá einstökum aðilum. Hér snýst umræðan aðeins og eingöngu um skráningu – formsatriði – sem verður leiðrétt í samræmi við leiðbeiningar fjármálaráðuneytis sem átti fyrir löngu að vera búið að veita. Skaðinn af þessari röngu skráningu er enginn, og einsýnt að hér er sökin yfirvalda sem sinnti ekki leiðbeiningarskyldu sinni á vakt síðustu ríkisstjórnar. Þetta gerir ekkert annað en að varpa rýrð á starf þeirra sem leggja það á sig að starfa í stjórnmálastarfi og hljóta til þess brautargengi. Það er ljótur leikur. Vinir Kópavogs Þetta mál tók á sig nokkuð sérstaka mynd í vikunni þegar bæjarstjóri Kópavogs hafði fyrir því að láta fara fram rannsókn á því hvort Vinir Kópavogs hefðu hakað í réttan dálk í þessu ferli. Það er mjög sérstakt að bæjarstjóri skuli líta á þetta mál sem sérstaklega mikilvægt viðfangsefni. Kópavogsbær veltir 56 milljörðum af almannafé. Við erum hér að tala um 2.3 milljónir króna. Þetta er auðvitað af sama meiði og Morgunblaðið var með sem sína nálgun. Vinir Kópavogs væru ekki alvöru stjórnmálasamtök heldur einhver villuráfandi söfnuður sem ætluðu sér að svíkja fé úr almannaeigu af því þeir væru ekki alvöru „stjórnmálaflokkur“. Ég var einn af þeim sem stofnuðu Vini Kópavogs. Ég kaus hinsvegar að vera ekki meðal þeirra sem töldu það vænlegt að bjóða fram Vini Kópavogs kosningum til bæjarstjórnar og er enn á þeirri skoðun. Ég vildi sem jafnaðarmaður vera með pólitíska hrygglengju í Samfylkingunni og er varabæjarfulltrúi þess flokks og er stoltur af mínum flokki í ríkisstjórn og annars staðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Vinir Kópavogs hlutu mikið brautargengi í síðustu kosningum. Það er í raun eini mælikvarðinn á hvort þeir eiga erindi í stjórnmálin í Kópavogi. Hættum þessari vitleysu og virðum leikreglur lýðræðisins. Winston Churchill hafði rétt fyrir sér – lýðræðið verður að vernda. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun