Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 12:30 Winston Churchill sagði einhvern tíma að lýðræði væri versta fyrirkomulag í stjórnskipan sem til væri – reyndar fyrir utan öll önnur sem menn hefðu prófað hingað til. Það er mikið til í þessu. Lýðræðið er ekkert auðvelt í framkvæmd og alltaf er verið að reka sig á galla þess. Því miður er það svo að ef það á að halda uppi lýðræðislegum stjórnarháttum þá kostar það fjármuni. Flestir eru sem betur fer sammála um að vanda þarf til stjórnmálaumræðunnar. Það er hinsvegar þannig að til að starf stjórnmálaflokka sé með öflugum hætti að þá þurfa þeir fjármuni. Í raun eru stjórnmálaflokkar hornsteinn lýðræðisins – þó margir elski ekkert annað meira en að tala þá niður og hversu spilltir þeir eru. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að ríki og sveitarfélög styðji stjórnmálaöfl með opinberu fé. Það sé ekki hlutverk hins opinbera að gera slíkt, þeir eigi að fjármagna sig sjálfir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að stjórnmálasamtök reiði sig á fjárframlög einstaklinga og (oft ríkra) fyrirtækja. Það kalli á að stjórnmálin séu nánast „keypt“ af valdamiklum aðilum með sérhagsmuni. Ef þessar leiðir væru farnar hvor um sig – þá væru engin stjórnmálaöfl starfandi – og sennilega lýðræðið ekki heldur. Raunin er sú að farin hefur verið blönduð leið til að halda starfi stjórnmálaflokka gangandi til dæmis hér á landi. Opinber fjárstyrkur til stjórnmálasamtaka er talsverður og hefur farið vaxandi, sérstaklega á þessari öld. Þá hefur gagnsæi í framlögum einstaklinga og fyrirtækja orðið langtum betri og ágætur rammi er kominn yfir þau mál. Form og innihald Um aldamótin var tekin upp sú hefð að stjórnmálasamtök fengu greitt úr ríkissjóði framlag sem tengt hefur verið við atkvæðamagn í undangengnum kosningum. Um þetta hefur ríkt samkomulag og framkvæmdin hefur verið frekar hnökralaus en eflaust ekki án galla. Þá gerist það að allt í einu núna fyrir einhverjum vikum að ýmsir fara að klóra sér í höfðinu. Viti menn: Starfsmenn einstakra flokka höfðu ekki breytt félagaformi á skráningu stjórnmálaflokksins sem fram fór með lögmætum hætti á sínum tíma. Umfjöllun sumra miðla minnir mann á illa innrætta stráklinga á skólalóðum áttunda áratugar síðustu aldar, og ég man vel. Sérstaklega hefur verið átakanlegt að sjá Morgunblaðið í þvílíkum ham að minnir mann á ógnartíma kalda stríðsins. Það skyggir reyndar aðeins þeirra þórðargleði að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka verið í vandræðum með að merkja rétt við í dálka hinnar opinberu umsóknareyðublaða – en Mogginn þagar um slíkt. Matthías Johannessen, hinn farsæli ritstjóri þessa sama Morgunblaðs frá blómatímum þess sagði einmitt að „kalda stríðið gerði engan okkar að betri manni“. Hættum þessari vitleysu Auðvitað ber Flokki fólksins að fá þessa fjármuni – þrátt fyrir einhvern misskilning í útfyllingu opinberra eyðublaða í hinu opinbera kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hverjar eru leiðbeiningarskyldur opinberra aðila í ferli sem þessu. Auðvitað er það vilji löggjafans að fjármunirnir renni til þeirra sem hlutu atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Það er enginn að taka sér opinbera fjármuni sem honum ekki ber, og því síður hafa komið fram vísbendingar um að sjtórnmálaaflið hafi þegið fjármuni að utan eða í of miklu magni frá einstökum aðilum. Hér snýst umræðan aðeins og eingöngu um skráningu – formsatriði – sem verður leiðrétt í samræmi við leiðbeiningar fjármálaráðuneytis sem átti fyrir löngu að vera búið að veita. Skaðinn af þessari röngu skráningu er enginn, og einsýnt að hér er sökin yfirvalda sem sinnti ekki leiðbeiningarskyldu sinni á vakt síðustu ríkisstjórnar. Þetta gerir ekkert annað en að varpa rýrð á starf þeirra sem leggja það á sig að starfa í stjórnmálastarfi og hljóta til þess brautargengi. Það er ljótur leikur. Vinir Kópavogs Þetta mál tók á sig nokkuð sérstaka mynd í vikunni þegar bæjarstjóri Kópavogs hafði fyrir því að láta fara fram rannsókn á því hvort Vinir Kópavogs hefðu hakað í réttan dálk í þessu ferli. Það er mjög sérstakt að bæjarstjóri skuli líta á þetta mál sem sérstaklega mikilvægt viðfangsefni. Kópavogsbær veltir 56 milljörðum af almannafé. Við erum hér að tala um 2.3 milljónir króna. Þetta er auðvitað af sama meiði og Morgunblaðið var með sem sína nálgun. Vinir Kópavogs væru ekki alvöru stjórnmálasamtök heldur einhver villuráfandi söfnuður sem ætluðu sér að svíkja fé úr almannaeigu af því þeir væru ekki alvöru „stjórnmálaflokkur“. Ég var einn af þeim sem stofnuðu Vini Kópavogs. Ég kaus hinsvegar að vera ekki meðal þeirra sem töldu það vænlegt að bjóða fram Vini Kópavogs kosningum til bæjarstjórnar og er enn á þeirri skoðun. Ég vildi sem jafnaðarmaður vera með pólitíska hrygglengju í Samfylkingunni og er varabæjarfulltrúi þess flokks og er stoltur af mínum flokki í ríkisstjórn og annars staðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Vinir Kópavogs hlutu mikið brautargengi í síðustu kosningum. Það er í raun eini mælikvarðinn á hvort þeir eiga erindi í stjórnmálin í Kópavogi. Hættum þessari vitleysu og virðum leikreglur lýðræðisins. Winston Churchill hafði rétt fyrir sér – lýðræðið verður að vernda. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Winston Churchill sagði einhvern tíma að lýðræði væri versta fyrirkomulag í stjórnskipan sem til væri – reyndar fyrir utan öll önnur sem menn hefðu prófað hingað til. Það er mikið til í þessu. Lýðræðið er ekkert auðvelt í framkvæmd og alltaf er verið að reka sig á galla þess. Því miður er það svo að ef það á að halda uppi lýðræðislegum stjórnarháttum þá kostar það fjármuni. Flestir eru sem betur fer sammála um að vanda þarf til stjórnmálaumræðunnar. Það er hinsvegar þannig að til að starf stjórnmálaflokka sé með öflugum hætti að þá þurfa þeir fjármuni. Í raun eru stjórnmálaflokkar hornsteinn lýðræðisins – þó margir elski ekkert annað meira en að tala þá niður og hversu spilltir þeir eru. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að ríki og sveitarfélög styðji stjórnmálaöfl með opinberu fé. Það sé ekki hlutverk hins opinbera að gera slíkt, þeir eigi að fjármagna sig sjálfir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að stjórnmálasamtök reiði sig á fjárframlög einstaklinga og (oft ríkra) fyrirtækja. Það kalli á að stjórnmálin séu nánast „keypt“ af valdamiklum aðilum með sérhagsmuni. Ef þessar leiðir væru farnar hvor um sig – þá væru engin stjórnmálaöfl starfandi – og sennilega lýðræðið ekki heldur. Raunin er sú að farin hefur verið blönduð leið til að halda starfi stjórnmálaflokka gangandi til dæmis hér á landi. Opinber fjárstyrkur til stjórnmálasamtaka er talsverður og hefur farið vaxandi, sérstaklega á þessari öld. Þá hefur gagnsæi í framlögum einstaklinga og fyrirtækja orðið langtum betri og ágætur rammi er kominn yfir þau mál. Form og innihald Um aldamótin var tekin upp sú hefð að stjórnmálasamtök fengu greitt úr ríkissjóði framlag sem tengt hefur verið við atkvæðamagn í undangengnum kosningum. Um þetta hefur ríkt samkomulag og framkvæmdin hefur verið frekar hnökralaus en eflaust ekki án galla. Þá gerist það að allt í einu núna fyrir einhverjum vikum að ýmsir fara að klóra sér í höfðinu. Viti menn: Starfsmenn einstakra flokka höfðu ekki breytt félagaformi á skráningu stjórnmálaflokksins sem fram fór með lögmætum hætti á sínum tíma. Umfjöllun sumra miðla minnir mann á illa innrætta stráklinga á skólalóðum áttunda áratugar síðustu aldar, og ég man vel. Sérstaklega hefur verið átakanlegt að sjá Morgunblaðið í þvílíkum ham að minnir mann á ógnartíma kalda stríðsins. Það skyggir reyndar aðeins þeirra þórðargleði að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka verið í vandræðum með að merkja rétt við í dálka hinnar opinberu umsóknareyðublaða – en Mogginn þagar um slíkt. Matthías Johannessen, hinn farsæli ritstjóri þessa sama Morgunblaðs frá blómatímum þess sagði einmitt að „kalda stríðið gerði engan okkar að betri manni“. Hættum þessari vitleysu Auðvitað ber Flokki fólksins að fá þessa fjármuni – þrátt fyrir einhvern misskilning í útfyllingu opinberra eyðublaða í hinu opinbera kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hverjar eru leiðbeiningarskyldur opinberra aðila í ferli sem þessu. Auðvitað er það vilji löggjafans að fjármunirnir renni til þeirra sem hlutu atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Það er enginn að taka sér opinbera fjármuni sem honum ekki ber, og því síður hafa komið fram vísbendingar um að sjtórnmálaaflið hafi þegið fjármuni að utan eða í of miklu magni frá einstökum aðilum. Hér snýst umræðan aðeins og eingöngu um skráningu – formsatriði – sem verður leiðrétt í samræmi við leiðbeiningar fjármálaráðuneytis sem átti fyrir löngu að vera búið að veita. Skaðinn af þessari röngu skráningu er enginn, og einsýnt að hér er sökin yfirvalda sem sinnti ekki leiðbeiningarskyldu sinni á vakt síðustu ríkisstjórnar. Þetta gerir ekkert annað en að varpa rýrð á starf þeirra sem leggja það á sig að starfa í stjórnmálastarfi og hljóta til þess brautargengi. Það er ljótur leikur. Vinir Kópavogs Þetta mál tók á sig nokkuð sérstaka mynd í vikunni þegar bæjarstjóri Kópavogs hafði fyrir því að láta fara fram rannsókn á því hvort Vinir Kópavogs hefðu hakað í réttan dálk í þessu ferli. Það er mjög sérstakt að bæjarstjóri skuli líta á þetta mál sem sérstaklega mikilvægt viðfangsefni. Kópavogsbær veltir 56 milljörðum af almannafé. Við erum hér að tala um 2.3 milljónir króna. Þetta er auðvitað af sama meiði og Morgunblaðið var með sem sína nálgun. Vinir Kópavogs væru ekki alvöru stjórnmálasamtök heldur einhver villuráfandi söfnuður sem ætluðu sér að svíkja fé úr almannaeigu af því þeir væru ekki alvöru „stjórnmálaflokkur“. Ég var einn af þeim sem stofnuðu Vini Kópavogs. Ég kaus hinsvegar að vera ekki meðal þeirra sem töldu það vænlegt að bjóða fram Vini Kópavogs kosningum til bæjarstjórnar og er enn á þeirri skoðun. Ég vildi sem jafnaðarmaður vera með pólitíska hrygglengju í Samfylkingunni og er varabæjarfulltrúi þess flokks og er stoltur af mínum flokki í ríkisstjórn og annars staðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Vinir Kópavogs hlutu mikið brautargengi í síðustu kosningum. Það er í raun eini mælikvarðinn á hvort þeir eiga erindi í stjórnmálin í Kópavogi. Hættum þessari vitleysu og virðum leikreglur lýðræðisins. Winston Churchill hafði rétt fyrir sér – lýðræðið verður að vernda. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun