Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 11:35 Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa sótt fram á þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Getty/Scott Peterson Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa enn sem komið er lítið tjáð sig um gagnsókn þessa en rússneskir herbloggarar tala um að árásirnar hafi verið gerðar með þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Hversu vel þessar árásir gengu er enn nokkuð óljóst en myndefni hefur samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war sýnt að þeir sóttu í einhverjum tilfellum fram um fimm kílómetra inn fyrir varnarlínu Rússa. Sóknir þessar voru gerður til austurs, suðaustur af bænum Sudzha, sem er stærsti bærinn sem Úkraínumenn stjórna enn í Kúrsk og helsta vígi þeirra. Daily Ukraine map thread for Thursday 6th February 2025Highlights: Ukrainian mechanized and motorized forces attacked towards Ulanok, Kursk, about 5-7 km from the line of contact this morning seemingly bypassing Cherkasskaya Konopelka. Geolocations show Ukrainian forces east of… pic.twitter.com/HUYUpgbUyi— Ukraine Control Map (@UAControlMap) February 6, 2025 Frá því Úkraínumenn komu Rússum á óvart með sókn þeirra inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, fyrir rétt rúmu hálfu ári, hefur yfirráðasvæði þeirra þar dregist töluvert saman. Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga Rússa og Norðurkóreumenn í Kúrsk á undanförnum mánuðum. Guardian segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa viðurkennt í samtali við tvo ríkisstjóra af svæðinu að ástandið í Kúrs sé „mjög erfitt“. Á fundinum með ríkisstjórunum hrósaði Pútín nokkrum stórfylkjum landgönguliða og fallhlífarhermanna, auk annarra sveita sem berjast gegn Úkraínumönnum í Kúrsk. ISW segir úkraínska hermenn í Kúrsk hafa haldið tugum þúsunda af bestu hermönnum Rússlands þar og í millitíðinni hafi ekki verið hægt að nota þá annarsstaðar á víglínunni, eins og í suðaustur Úkraínu, þar sem Rússar hafa lengi sótt hægt og rólega fram. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa enn sem komið er lítið tjáð sig um gagnsókn þessa en rússneskir herbloggarar tala um að árásirnar hafi verið gerðar með þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Hversu vel þessar árásir gengu er enn nokkuð óljóst en myndefni hefur samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war sýnt að þeir sóttu í einhverjum tilfellum fram um fimm kílómetra inn fyrir varnarlínu Rússa. Sóknir þessar voru gerður til austurs, suðaustur af bænum Sudzha, sem er stærsti bærinn sem Úkraínumenn stjórna enn í Kúrsk og helsta vígi þeirra. Daily Ukraine map thread for Thursday 6th February 2025Highlights: Ukrainian mechanized and motorized forces attacked towards Ulanok, Kursk, about 5-7 km from the line of contact this morning seemingly bypassing Cherkasskaya Konopelka. Geolocations show Ukrainian forces east of… pic.twitter.com/HUYUpgbUyi— Ukraine Control Map (@UAControlMap) February 6, 2025 Frá því Úkraínumenn komu Rússum á óvart með sókn þeirra inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, fyrir rétt rúmu hálfu ári, hefur yfirráðasvæði þeirra þar dregist töluvert saman. Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga Rússa og Norðurkóreumenn í Kúrsk á undanförnum mánuðum. Guardian segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa viðurkennt í samtali við tvo ríkisstjóra af svæðinu að ástandið í Kúrs sé „mjög erfitt“. Á fundinum með ríkisstjórunum hrósaði Pútín nokkrum stórfylkjum landgönguliða og fallhlífarhermanna, auk annarra sveita sem berjast gegn Úkraínumönnum í Kúrsk. ISW segir úkraínska hermenn í Kúrsk hafa haldið tugum þúsunda af bestu hermönnum Rússlands þar og í millitíðinni hafi ekki verið hægt að nota þá annarsstaðar á víglínunni, eins og í suðaustur Úkraínu, þar sem Rússar hafa lengi sótt hægt og rólega fram.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45