Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 14:42 Ítalski sjónvarpskokkurinn Gino D'Acampo hefur verið sakaður um áralanga óviðeigandi hegðun í garð samstarfsmanna sinna. Getty Ítalski sjónvarpskokkurinn Gino D’Acampo hefur verið ásakaður um óviðeigandi og ógnandi hegðun af fjölda samstarfsfólks fimmtán ár aftur í tímann. D’Acampo hefur neitað öllum ásökunum. Rannsókn ITV News leiddi ásakanirnar í ljós eftir viðtöl við tugi samstarfsmanna D’Acampo. Þá segist fréttastöðin hafa sannanir fyrir því að eitt framleiðslufyrirtæki hafi verið meðvitað um áhyggjur starfsfólks af hegðun Gino en haldið áfram að vinna með honum. Hinn 48 ára D’Acampo flutti til Englands þegar hann var nítján ára og hefur síðan þá unnið sem kokkur. Frá árinu 2009 hefur hann verið reglulegur gestur í morgunþættinum This Morning og auk þess verið með þættina There's No Taste Like Home (2011), Let's Do Lunch (2011–2014), og Gino's Italian Escape (2013–2020) sem allir hafa verið sýndir á ITV. Fólkið sem ræddi við ITV News segist óttast viðbrögðin við því að ljóstra upp um hegðun jafn háttsetts manns og D’Acampo. Því hafa nöfn þeirra og aðrar persónuupplýsingar verið duldar. Gino D'Acampo ásamt aðstandendum This Morning, þar á meðal Phillip Schofield og Holly Willoughby. Schofield var rekinn frá ITV eftir að hafa logið til um óviðeigandi samband sitt við yngri kollega.Getty Sagðist vilja ríða kollega í rassinn Hannah, ein þeirra sem ræddi við Sejal Karia hjá ITV, rifjar upp klúr ummæli D’Acampo í hennar garð í myndatöku fyrir tímarit árið 2011. Hann hafi sagt fyrir framan kvikmyndatökuliðið að hann vildi snúa henni við og „ríða henni í rassinn upp við eldhúsborðið. Hún minnist þess hvernig sumir hlógu meðan fólkið við hlið hennar hafi horft „stressað ofan í tebollana sína“. Hún lýsir því að hafa verið sjokkeruð yfir ummælunum og hissa að enginn skyldi bregðast við þeim. Hann hafi greinilega verið að reyna að sýna vald sitt og ekki fundist neitt óviðeigandi við ummælin. Lögfræðiteymi D’Acampo hefur brugðist við viðtali ITV við Hönnuh og segir þessa ásökun aldrei hafa borist til D’Acampo fyrr en nú. „Hann man ekki eftir þeim og neitar því að þau hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu teymisins. Þar kemur fram að D’Acampo hafni ásökuninni algjörlega. Fitlaði við sig á nærbuxunum Önnur kona sem ræddi við ITV og gengur undir dulnefninu Natalie segist hafa upplifað árásargirni D’Acampo við tökur á þáttunum Italian Express. Hún hafi bankað upp á hjá honum til að segja honum frá tökum dagsins og hann komið til dyra á nærbuxum einum fata. Gino hefur stýrt fjölda kokkaþátta síðustu fimmtán ár. Hér er hann með Melanie Sykes fyrir fyrir Let's Do Lunch with Gino & Mel.Getty Síðan hafi hann hoppað á rúmið sitt og hún þurft að sitja til móts við hann meðan hann lá uppi í rúmi og talaði um typpið á sér. „Æ, ekki hafa áhyggjur, það er bara lítið,“ hafi hann sagt og fitlað við það. Natalie segir sér hafa boðið við hegðuninni og hann virðist telja sig geta, vegna stöðu sinnar, sagt og gert hvað sem er. Hún hafi íhugað að hætta í vinnunni vegna atviksins. „Ég vildi ekki vinna við framleiðsluna lengur, vildi ekki koma nálægt honum,“ sagði hún. Lögfræðiteymi D’Acampo hefur einnig brugðist við lýsingum Natalie. Þær ásakanir hafi aldrei borist til Gino, hann kannist ekki við þær og telur þær vera skáldskap. Í umfjöllun ITV News er því lýst að fjöldi þeirra sem miðillinn ræddi við hafi starfað sem verktakar, oft á stuttum samningum og því hafi þau ekki þorað að tjá sig af ótta við að það myndi koma þeim í koll. Af sömu ástæðu ákváðu sumir þeirra sem stigu fram ekki að koma fram í mynd og sendu aðeins skriflegar lýsingar til ITV. Nýtti valdastöðu sína til að ógna kollegum Ein kona sem ræddi við ITV segist hafa séð D’Acampo hóta ungum samstarfsmanni þeirra vegna þess að kokkinn langaði í ís árið 2019. „Ég var á staðnum þegar Gino sagði við hlaupastrákinn: ,Ef þú nærð ekki í Cornetto fyrir mig þá ríð ég kærustunni þinni',“ sagði konan við ITV. „Mér blöskraði og bauð við þessu, varð vandræðaleg og mjög reið,“ sagði konan. Önnur kona sem starfaði við þáttinn man eftir sömu ummælum og sagði þau hafa setið í sér í mörg ár. „Hann notaði vald sitt til að kúga og ógna okkur. Fyrir hvað? Kokkaþátt,“ sagði hún við ITV. Þá segir hún Gino hafa falið sig bakvið sína kátu persónu. Rétt eins og með hin ummælin hefur D’Acampo hafnað þeim. „Hann man ekki eftir atvikinu og orðin sem hann á að hafa sagt eru alls ekki nokkuð sem hann myndi segja,“ segir í tilkynningu lögfræðiteymis D’Acampo. Gino D'Acampo með eiginkonu sinni, Jessicu Stellina Morrison, árið 2023.Getty Við tökur á þáttunum Gordon, Gino and Fred’s Road Trip segist kona að nafni Lena hafa orðið vitni að kynferðislegum aðdróttunum kokksins. Einn morguninn hafi hann gengið inn í herbergið án þess að heilsa fólki og tilkynnt henni hvað hann langaði mikið að ríða þennan morguninn. Hegðun hans hafi verið algjörlega óásættanleg og telur hún að framleiðslufyrirtækið hefði átt að gera meira til að stöðva óviðeigandi hegðun hans. Önnur atvik frá framleiðslu þáttarins hafa borist ITV. Um einn yngri kvenkyns kollega hafi D’Acampo sagt: „Ættum við ekki að vera að tala um brjóstin hennar, þau eru fullkomin, þau eru eins og munnfylli.“ Við annan yngri kollega hafi hann sagt: „Hvenær ætlum við öll að verða full og sofa saman.“ Þessi atvik virðast hafa komið á borð framleiðslufyrirtækisins Bossesat sem gerði þættina en fyrirtækið ekki aðhafst neitt í málinu. Þá hafi annað framleiðslufyrirtæki, Objective Media Group, fengið ábendingar um óviðeigandi hegðun Gino og rætt við hann um málið. „Það er einfaldlega ekki í eðli mínu“ Gino D’Acampo hefur brugðist við ásökununum í heild sinni með yfirlýsingu. Þar segir hann ITV News hafa tilkynnt sér að fjöldi ásakanna hafi verið bornar á hendum honum vegna óviðeigandi hegðunar. „Mér hefur aldrei verið tilkynnt um þessi mál fyrr en nú og ég hafna þessum ásökunum algjörlega. Ég myndi aldrei gera nokkuð sem ég teldi mundu koma nokkrum í uppnám. Það er einfaldlega ekki í eðli mínu,“ sagði hann meðal annars í tilkynningunni. Hann sé faðir og eiginmaður og hafi unnið með meira en 1.500 einstaklingum við 80 framleiðslur á ferli sínum. Hann taki slíkar ásakanir alvarlega og þær komi honum í opna skjöldu. Óviðeigandi hegðun háttsettra starfsmanna innan bresks sjónvarpsiðnaðar í garð lægri settra kollega sinna hefur verið til umræðu undanfarin ár eftir að mál sjónvarpsmannsins Phillip Schofield komst í fréttirnar. Hann hafði logið til um óviðeigandi samband við mun yngri samstarfsmann og var í kjölfarið rekinn frá ITV. Talsmaður ITV, sem sýnir þætti D’Acampo, sagði í tilkynningu til ITV News að það væru framleiðslufyrirtækin sem bæru höfuðábyrgð á því að komið væri vel fram við starfsfólk við gerð sjónvarpsþátta stöðvarinnar. Þá segir í tilkynningunni að þessar ásakanir hafi ekki borist stöðinni fyrr en nú og hún muni bregðast við þeim af fullri alvöru. Bretland Vinnustaðamenning Bíó og sjónvarp Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Rannsókn ITV News leiddi ásakanirnar í ljós eftir viðtöl við tugi samstarfsmanna D’Acampo. Þá segist fréttastöðin hafa sannanir fyrir því að eitt framleiðslufyrirtæki hafi verið meðvitað um áhyggjur starfsfólks af hegðun Gino en haldið áfram að vinna með honum. Hinn 48 ára D’Acampo flutti til Englands þegar hann var nítján ára og hefur síðan þá unnið sem kokkur. Frá árinu 2009 hefur hann verið reglulegur gestur í morgunþættinum This Morning og auk þess verið með þættina There's No Taste Like Home (2011), Let's Do Lunch (2011–2014), og Gino's Italian Escape (2013–2020) sem allir hafa verið sýndir á ITV. Fólkið sem ræddi við ITV News segist óttast viðbrögðin við því að ljóstra upp um hegðun jafn háttsetts manns og D’Acampo. Því hafa nöfn þeirra og aðrar persónuupplýsingar verið duldar. Gino D'Acampo ásamt aðstandendum This Morning, þar á meðal Phillip Schofield og Holly Willoughby. Schofield var rekinn frá ITV eftir að hafa logið til um óviðeigandi samband sitt við yngri kollega.Getty Sagðist vilja ríða kollega í rassinn Hannah, ein þeirra sem ræddi við Sejal Karia hjá ITV, rifjar upp klúr ummæli D’Acampo í hennar garð í myndatöku fyrir tímarit árið 2011. Hann hafi sagt fyrir framan kvikmyndatökuliðið að hann vildi snúa henni við og „ríða henni í rassinn upp við eldhúsborðið. Hún minnist þess hvernig sumir hlógu meðan fólkið við hlið hennar hafi horft „stressað ofan í tebollana sína“. Hún lýsir því að hafa verið sjokkeruð yfir ummælunum og hissa að enginn skyldi bregðast við þeim. Hann hafi greinilega verið að reyna að sýna vald sitt og ekki fundist neitt óviðeigandi við ummælin. Lögfræðiteymi D’Acampo hefur brugðist við viðtali ITV við Hönnuh og segir þessa ásökun aldrei hafa borist til D’Acampo fyrr en nú. „Hann man ekki eftir þeim og neitar því að þau hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu teymisins. Þar kemur fram að D’Acampo hafni ásökuninni algjörlega. Fitlaði við sig á nærbuxunum Önnur kona sem ræddi við ITV og gengur undir dulnefninu Natalie segist hafa upplifað árásargirni D’Acampo við tökur á þáttunum Italian Express. Hún hafi bankað upp á hjá honum til að segja honum frá tökum dagsins og hann komið til dyra á nærbuxum einum fata. Gino hefur stýrt fjölda kokkaþátta síðustu fimmtán ár. Hér er hann með Melanie Sykes fyrir fyrir Let's Do Lunch with Gino & Mel.Getty Síðan hafi hann hoppað á rúmið sitt og hún þurft að sitja til móts við hann meðan hann lá uppi í rúmi og talaði um typpið á sér. „Æ, ekki hafa áhyggjur, það er bara lítið,“ hafi hann sagt og fitlað við það. Natalie segir sér hafa boðið við hegðuninni og hann virðist telja sig geta, vegna stöðu sinnar, sagt og gert hvað sem er. Hún hafi íhugað að hætta í vinnunni vegna atviksins. „Ég vildi ekki vinna við framleiðsluna lengur, vildi ekki koma nálægt honum,“ sagði hún. Lögfræðiteymi D’Acampo hefur einnig brugðist við lýsingum Natalie. Þær ásakanir hafi aldrei borist til Gino, hann kannist ekki við þær og telur þær vera skáldskap. Í umfjöllun ITV News er því lýst að fjöldi þeirra sem miðillinn ræddi við hafi starfað sem verktakar, oft á stuttum samningum og því hafi þau ekki þorað að tjá sig af ótta við að það myndi koma þeim í koll. Af sömu ástæðu ákváðu sumir þeirra sem stigu fram ekki að koma fram í mynd og sendu aðeins skriflegar lýsingar til ITV. Nýtti valdastöðu sína til að ógna kollegum Ein kona sem ræddi við ITV segist hafa séð D’Acampo hóta ungum samstarfsmanni þeirra vegna þess að kokkinn langaði í ís árið 2019. „Ég var á staðnum þegar Gino sagði við hlaupastrákinn: ,Ef þú nærð ekki í Cornetto fyrir mig þá ríð ég kærustunni þinni',“ sagði konan við ITV. „Mér blöskraði og bauð við þessu, varð vandræðaleg og mjög reið,“ sagði konan. Önnur kona sem starfaði við þáttinn man eftir sömu ummælum og sagði þau hafa setið í sér í mörg ár. „Hann notaði vald sitt til að kúga og ógna okkur. Fyrir hvað? Kokkaþátt,“ sagði hún við ITV. Þá segir hún Gino hafa falið sig bakvið sína kátu persónu. Rétt eins og með hin ummælin hefur D’Acampo hafnað þeim. „Hann man ekki eftir atvikinu og orðin sem hann á að hafa sagt eru alls ekki nokkuð sem hann myndi segja,“ segir í tilkynningu lögfræðiteymis D’Acampo. Gino D'Acampo með eiginkonu sinni, Jessicu Stellina Morrison, árið 2023.Getty Við tökur á þáttunum Gordon, Gino and Fred’s Road Trip segist kona að nafni Lena hafa orðið vitni að kynferðislegum aðdróttunum kokksins. Einn morguninn hafi hann gengið inn í herbergið án þess að heilsa fólki og tilkynnt henni hvað hann langaði mikið að ríða þennan morguninn. Hegðun hans hafi verið algjörlega óásættanleg og telur hún að framleiðslufyrirtækið hefði átt að gera meira til að stöðva óviðeigandi hegðun hans. Önnur atvik frá framleiðslu þáttarins hafa borist ITV. Um einn yngri kvenkyns kollega hafi D’Acampo sagt: „Ættum við ekki að vera að tala um brjóstin hennar, þau eru fullkomin, þau eru eins og munnfylli.“ Við annan yngri kollega hafi hann sagt: „Hvenær ætlum við öll að verða full og sofa saman.“ Þessi atvik virðast hafa komið á borð framleiðslufyrirtækisins Bossesat sem gerði þættina en fyrirtækið ekki aðhafst neitt í málinu. Þá hafi annað framleiðslufyrirtæki, Objective Media Group, fengið ábendingar um óviðeigandi hegðun Gino og rætt við hann um málið. „Það er einfaldlega ekki í eðli mínu“ Gino D’Acampo hefur brugðist við ásökununum í heild sinni með yfirlýsingu. Þar segir hann ITV News hafa tilkynnt sér að fjöldi ásakanna hafi verið bornar á hendum honum vegna óviðeigandi hegðunar. „Mér hefur aldrei verið tilkynnt um þessi mál fyrr en nú og ég hafna þessum ásökunum algjörlega. Ég myndi aldrei gera nokkuð sem ég teldi mundu koma nokkrum í uppnám. Það er einfaldlega ekki í eðli mínu,“ sagði hann meðal annars í tilkynningunni. Hann sé faðir og eiginmaður og hafi unnið með meira en 1.500 einstaklingum við 80 framleiðslur á ferli sínum. Hann taki slíkar ásakanir alvarlega og þær komi honum í opna skjöldu. Óviðeigandi hegðun háttsettra starfsmanna innan bresks sjónvarpsiðnaðar í garð lægri settra kollega sinna hefur verið til umræðu undanfarin ár eftir að mál sjónvarpsmannsins Phillip Schofield komst í fréttirnar. Hann hafði logið til um óviðeigandi samband við mun yngri samstarfsmann og var í kjölfarið rekinn frá ITV. Talsmaður ITV, sem sýnir þætti D’Acampo, sagði í tilkynningu til ITV News að það væru framleiðslufyrirtækin sem bæru höfuðábyrgð á því að komið væri vel fram við starfsfólk við gerð sjónvarpsþátta stöðvarinnar. Þá segir í tilkynningunni að þessar ásakanir hafi ekki borist stöðinni fyrr en nú og hún muni bregðast við þeim af fullri alvöru.
Bretland Vinnustaðamenning Bíó og sjónvarp Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira