Kjartan: Við erum að vaða á liðin Árni Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2025 21:22 Kjartan Atli Kjartansson gat leyft sér að fagna í kvöld. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“ UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira