„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. febrúar 2025 14:59 Keflvíkingar töpuðu fyrir KR í síðasta leik og Pétur Ingvarsson sagði í kjölfarið af sér sem þjálfari liðsins. Vísir/Jón Gautur „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3) Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3)
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira