„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. febrúar 2025 14:59 Keflvíkingar töpuðu fyrir KR í síðasta leik og Pétur Ingvarsson sagði í kjölfarið af sér sem þjálfari liðsins. Vísir/Jón Gautur „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3) Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3)
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum