Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 13:26 Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Fyrir aftan má sjá trjágróðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina sem verður lokað frá og með laugardegi. Stefán Ingvarsson Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. „Þetta mun rýra rekstraröryggi flugvallarins um 25 prósent þar sem Isavia hefur gefið út tölur um að braut 13/31 er í notkun 25 prósent af tímanum,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair á Akureyri, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Austur/vestur-braut flugvallarins verður lokað frá og með laugardegi, samkvæmt tilskipun sem Samgöngustofa sendi Isavia í gærkvöldi. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki uppfyllt kröfur um að trjágróður í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranafleti, skuli felldur. Frá Akureyrarflugvelli. Sjúkraflug gegnir lykilhlutverki í að koma slösuðu fólki og sjúklingum af landsbyggðinni með sem skjótustum hætti á sjúkrahús í Reykjavík.Vísir „Ég bara biðla til allra þeirra sem stýra þessu, það er borgarstjórnar, innviðaráðherra, Samgöngustofu, Isavia, að setjast niður og leysa þetta mál. Þetta má bara ekki gerast. Það er verið að setja… - það er verið að raska heilbrigðiskerfinu verulega í landinu og stofna lífi landsmanna í hættu. Við erum ítrekað búnir að lenda í því að við erum að koma inn til Reykjavíkur með fólk í alvarlegu ástandi, fólk í hjartastoppi, inn í aðflugi inn á braut í Reykjavík. Ekki setja okkur í þessa stöðu. Leysið þetta. Fellið þessi tré sem þarf að fella og það strax,“ segir flugrekstrarstjóri Norlandair, í viðtali sem heyra má hér: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 „Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Þetta mun rýra rekstraröryggi flugvallarins um 25 prósent þar sem Isavia hefur gefið út tölur um að braut 13/31 er í notkun 25 prósent af tímanum,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair á Akureyri, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Austur/vestur-braut flugvallarins verður lokað frá og með laugardegi, samkvæmt tilskipun sem Samgöngustofa sendi Isavia í gærkvöldi. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki uppfyllt kröfur um að trjágróður í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranafleti, skuli felldur. Frá Akureyrarflugvelli. Sjúkraflug gegnir lykilhlutverki í að koma slösuðu fólki og sjúklingum af landsbyggðinni með sem skjótustum hætti á sjúkrahús í Reykjavík.Vísir „Ég bara biðla til allra þeirra sem stýra þessu, það er borgarstjórnar, innviðaráðherra, Samgöngustofu, Isavia, að setjast niður og leysa þetta mál. Þetta má bara ekki gerast. Það er verið að setja… - það er verið að raska heilbrigðiskerfinu verulega í landinu og stofna lífi landsmanna í hættu. Við erum ítrekað búnir að lenda í því að við erum að koma inn til Reykjavíkur með fólk í alvarlegu ástandi, fólk í hjartastoppi, inn í aðflugi inn á braut í Reykjavík. Ekki setja okkur í þessa stöðu. Leysið þetta. Fellið þessi tré sem þarf að fella og það strax,“ segir flugrekstrarstjóri Norlandair, í viðtali sem heyra má hér:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 „Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
„Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43