„Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 11:54 Lítið hafði farið fyrir hjónunum Kanye West og Biöncu Censori undanfarna mánuði þar til þau skutu upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina. Getty Kanye West segist hafa verið ranglega greindur með geðhvörf og sé í raun einhverfur. Hann þakkar eiginkonu sinni fyrir að senda hann í greiningu og segist hættur að taka geðlyf. Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan: Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan:
Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira