Þriðja barn Gisele komið í heiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 10:19 Gisele í byrjun árs 2024. Nú ári síðar er hún einu barni ríkari. Getty Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur eignast sitt þriðja barn og það fyrsta með Jiu-jitsu-þjálfaranum Joaquim Valente. Dægurmálamiðillinn TMZ greindi fyrstur frá fæðingu barnsins. Ekki kemur fram hvenær nákvæmlega barnið fæddist en það hafi verið mjög nýlega. Sömuleiðis er ekki vitað hvort um strák eða stelpu er að ræða en bæði móður og barni farnast vel. Vísir fjallaði um óléttutilkynningu hjónanna í lok október á síðasta ári en þar kom fram að Gisele væri genginn um fimm til sex mánuði á leið. Fyrir á hin brasilíska Bündchen tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, NFL-leikstjórnandanum Tom Brady: hinn fimmtán ára Benjamin Rein og hina ellefu ára Vivian Lake. Bündchen og Brady skildu í október árið 2022 eftir þrettán ára hjónaband. Guli miðillinn Page Six hefur eftir heimildarmönnum sínum að Brady sé ánægður fyrir hönd Bündchen, óski henni alls hins besta og hafi haft samband til að óska henni til hamingju. Heillaðist af jiu-jitsu-þjálfaranum Sjö ára aldursmunur er á parinu, Bündchen er 44 ára og Valente 37 ára, en þau eru bæði frá Brasilíu. Þau kynntust í byrjun árs 2022 eftir að hún fór með son sinn til Valente í Jiu-jitsu tíma. Hún hafi ekki verið sérstaklega áhugasöm um íþróttina en heillast fljótt. Gisele og Joaquim úti að hjóla í Flórída síðasta sumar.Getty „Þegar ég fór með Ben í fyrsta tímann og talaði við Joaquim áttaði ég mig á því að þetta var miklu meira en bara sjálfsvarnartímar,“ sagði hún í viðtali við Dust Magazine 2022. Valente hafi síðan sannfært hana að koma í tíma til sín, sem hún gerði. Parið hélt sambandi sínu utan sviðsljóssins þar til í júní í fyrra og tilkynnti óléttuna svo þremur mánuðum seinna. Fyrst sást til þeirra saman í fríi í Kosta Ríka í nóvember 2022, aðeins einum mánuði eftir skilnað hennar við Brady, ásamt börnum hennar. Barnalán Hollywood Bandaríkin Brasilía Tengdar fréttir Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum. 1. nóvember 2024 12:31 Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Sjá meira
Dægurmálamiðillinn TMZ greindi fyrstur frá fæðingu barnsins. Ekki kemur fram hvenær nákvæmlega barnið fæddist en það hafi verið mjög nýlega. Sömuleiðis er ekki vitað hvort um strák eða stelpu er að ræða en bæði móður og barni farnast vel. Vísir fjallaði um óléttutilkynningu hjónanna í lok október á síðasta ári en þar kom fram að Gisele væri genginn um fimm til sex mánuði á leið. Fyrir á hin brasilíska Bündchen tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, NFL-leikstjórnandanum Tom Brady: hinn fimmtán ára Benjamin Rein og hina ellefu ára Vivian Lake. Bündchen og Brady skildu í október árið 2022 eftir þrettán ára hjónaband. Guli miðillinn Page Six hefur eftir heimildarmönnum sínum að Brady sé ánægður fyrir hönd Bündchen, óski henni alls hins besta og hafi haft samband til að óska henni til hamingju. Heillaðist af jiu-jitsu-þjálfaranum Sjö ára aldursmunur er á parinu, Bündchen er 44 ára og Valente 37 ára, en þau eru bæði frá Brasilíu. Þau kynntust í byrjun árs 2022 eftir að hún fór með son sinn til Valente í Jiu-jitsu tíma. Hún hafi ekki verið sérstaklega áhugasöm um íþróttina en heillast fljótt. Gisele og Joaquim úti að hjóla í Flórída síðasta sumar.Getty „Þegar ég fór með Ben í fyrsta tímann og talaði við Joaquim áttaði ég mig á því að þetta var miklu meira en bara sjálfsvarnartímar,“ sagði hún í viðtali við Dust Magazine 2022. Valente hafi síðan sannfært hana að koma í tíma til sín, sem hún gerði. Parið hélt sambandi sínu utan sviðsljóssins þar til í júní í fyrra og tilkynnti óléttuna svo þremur mánuðum seinna. Fyrst sást til þeirra saman í fríi í Kosta Ríka í nóvember 2022, aðeins einum mánuði eftir skilnað hennar við Brady, ásamt börnum hennar.
Barnalán Hollywood Bandaríkin Brasilía Tengdar fréttir Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum. 1. nóvember 2024 12:31 Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Sjá meira
Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum. 1. nóvember 2024 12:31
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00