Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2025 15:25 Ólafur Egilsson og Ester segja geta verið bagalegt þegar gestir þeirra þurfa að færa bíla sína á annað gjaldsvæði eftir þriggja tíma heimsókn. Þau elska lífið í miðborginni og segja málið í stóra samhenginu ekki skipta miklu máli. vísir Hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey búa á dýrasta gjaldsvæðinu í miðborg Reykjavíkur. Greiða þarf rúmar 600 krónur á tímann fyrir bílastæði við húsið þeirra á Grettisgötunni. Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira