Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2025 22:42 Kristín segir sorglegt að sveitarfélög slái svo af kröfum sínum til þeirra sem eigi að sjá um menntun barna. Aðsend og Vísir/Vilhelm Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. Kristín segir aldrei hafa verið fleiri ráðna inn í skóla án réttinda. „Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar,“ sagði Kristín í aðsendri grein um málið á Vísi í gær. Sjá einnig: Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Hafi fækkað jafnt og þétt Hún segir það ekki koma neinum kennara á óvart að það vanti kennara. Fagmenntuðum kennurum hafi fækkað jafnt og þétt síðustu árin og skólarnir séu langt frá því að vera fullmannaðir kennurum. „Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál,“ segir Kristín. Hún segir mönnunarvandann ekki bundinn við grunnskólastigið, hann sé líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Hún segir auglýsinguna, á vegum Hafnarfjarðarbæjar, þó hafa valdið henni vonbrigðum því í henni hafi falist ákveðin uppgjöf þegar ekki væru gerðar meiri kröfur til afleysingakennara en að þeir séu tvítugir og með hreint sakavottorð. Kristín bendir á að fólk sem hefur ekki tilskilin réttindi en er ráðið inn til kennslu er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Slíkar ráðningar hafi aldrei verið fleiri og þeim fjöldi með hverju árinu sem líður. Samskiptastjóri Hafnarfjarðar segir auglýsinguna aðeins hafa verið inni í nokkrar klukkustundir. Það sé gerð krafa um leyfisbréf við ráðningar í grunnskóla en einnig þurfi að tryggja mönnun svo hægt sé að halda úti lögbundnu skólastarfi þrátt fyrir veikindi. 81 prósent fagmenntuð Samkvæmt gögnum frá Kennarasambandi Íslands höfðu árið 2023 81 prósent af þeim sem sinntu kennslu í grunnskólum lokið kennaramenntun miðað við 96 prósent árið 2013. Í leikskólum höfðu 24 prósent af þeim sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Hlutfallið var 37 prósent árið 2013. Í framhaldsskólum var hlutfall þeirra réttindalausra sem sinntu kennslu 20 prósent árið 2021 en var 14 prósent árið 2011. „Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess?“ spyr Kristín. Kristín segist hafa heyrt um dæmi þess að það sé verið að ráða fólk beint úr framhaldsskóla en oft á tíðum séu þau sem eru réttindalaus með einhverja aðra gráðu eða háskólamenntun. „En það breytir því ekki að þá erum við ekki með starfsfólk með uppeldisfræðilegan grunn og það hefur áhrif á gæði skólastarfsins.“ Eigi ekki að slá af kröfum sínum Kristín segir marga kennara nú skoða stöðu sína. „Umræðan er búin að vera harkaleg og það er ekki síst það sem gerir það að verkum að kennarar hugsa sig um. Þau eru komin á þann stað að þau geta ekki látið bjóða sér hvernig það er máluð upp mynd af okkur trekk í trekk eins og við séum ósamvinnuþýð. Það er ekkert fyrir alla að hlusta á svona tal til langs tíma,“ segir Kristín. Þetta sé sorgleg staða. Kristín segir alveg sama hvort verið sé að auglýsa eftir kennara eða fólki í afleysingar. Það eigi aldrei að slá af kröfum um hæfi. „Ég þurfti að koma þessu frá mér. Mér finnst þetta algjörlega óboðlegt. Auglýsingin hefði aldrei átt að fara í loftið með þessum hætti. Ef staðan er orðin svona. Að sveitarfélögin sá ekki fram á að fá fólk til starfa og eru tilbúin að slá svona af kröfunum er eitthvað mikið að. Ef staðan er svo svona, að við ætlum ekki að gera meiri kröfur til fólks en þetta, þá getum við ekki gert kröfur um að við séum fremst í heiminum í hinu og þessu.“ Hún segir að ef við viljum vera stolt af menntakerfinu okkar og búa börn vel undir framtíðina þurfi að leggja til þann kostnað sem þarf til. Launahækkun eina leiðin „Samfélagið ætti að styðja kennara í þeirri kröfu. Það er stóra málið í okkar kröfu núna. Við höfum verið að tala um það hversu alvarleg staðan er en við virðumst tala fyrir daufum eyrum.“ Kristín telur að með því að hækka laun kennara komi fleiri kennarar til starfa og þá þurfi ekki að ræða um ófaglærða í skólunum. Hún segist vona að fólk sýni baráttu kennara skilning. Kjaraviðræður kennara strönduðu á sunnudag þegar ekki náðist sátt um innanhústillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari sagði kennara hafa viljað meiri innspýtingu í virðismatið sem átti að framkvæma samkvæmt tillögunni á kennarastarfi. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær og sagðist telja pólitík hafa staðið í vegi fyrir því að samningar næðust. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt KÍ fyrir félagsdóm í annað sinn í deilunni. Í fyrra sinn vegna þess að ekki var kröfugerð en nú vegna þess að verkföllin brjóti í bága við ákvæði kjarasamninga opinberra starfsmanna. Kennarar höfðu betur í fyrri deilunni. Kristín segist heyra reglulega af kennurum sem segja starfi sínu lausu. Hún á von á því að þeim muni fjölga þó samningar náist. „Harkan hefur verið svo mikil í umfjöllun og umræðum um kennara. Þetta er ekki góð staða en ég veit að kennarar biðu á refresh takkanum alla helgina. Það vilja allir að það náist að semja. Það vilja það allir.“ Auglýsingin tekin úr birtingu Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir auglýsinguna sem Kristín vísar í aðeins hafa verið í birtingu í nokkrar klukkustundir. „Gerð er krafa um leyfisbréf kennara í öllum atvinnuauglýsingum hjá Hafnarfjarðarbæ þegar auglýst er eftir kennurum í grunnskóla. Með vísan í þessa tilteknu auglýsingu þá fór hún í birtingu í nokkrar klukkustundir á samfélagsmiðlum með texta sem á ekki við störf við kennslu innan grunnskólanna og því tekin úr birtingu,“ segir Árdís í svari um málið. Hún segir yfir 80 prósent þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum bæjarins vera með leyfisbréf og almennt hafi ráðningar gengið vel. „Mikilvægt er samt sem áður að eiga að hóp fólks sem getur tímabundið leyst af með stuttum fyrirvara takist ekki að leysa forföll innan kennarahópsins hverju sinni þannig að hægt sé að halda úti lögbundnu skólastarfi þrátt fyrir veikindi,“ segir hún að lokum. Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Kristín segir aldrei hafa verið fleiri ráðna inn í skóla án réttinda. „Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar,“ sagði Kristín í aðsendri grein um málið á Vísi í gær. Sjá einnig: Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Hafi fækkað jafnt og þétt Hún segir það ekki koma neinum kennara á óvart að það vanti kennara. Fagmenntuðum kennurum hafi fækkað jafnt og þétt síðustu árin og skólarnir séu langt frá því að vera fullmannaðir kennurum. „Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál,“ segir Kristín. Hún segir mönnunarvandann ekki bundinn við grunnskólastigið, hann sé líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Hún segir auglýsinguna, á vegum Hafnarfjarðarbæjar, þó hafa valdið henni vonbrigðum því í henni hafi falist ákveðin uppgjöf þegar ekki væru gerðar meiri kröfur til afleysingakennara en að þeir séu tvítugir og með hreint sakavottorð. Kristín bendir á að fólk sem hefur ekki tilskilin réttindi en er ráðið inn til kennslu er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Slíkar ráðningar hafi aldrei verið fleiri og þeim fjöldi með hverju árinu sem líður. Samskiptastjóri Hafnarfjarðar segir auglýsinguna aðeins hafa verið inni í nokkrar klukkustundir. Það sé gerð krafa um leyfisbréf við ráðningar í grunnskóla en einnig þurfi að tryggja mönnun svo hægt sé að halda úti lögbundnu skólastarfi þrátt fyrir veikindi. 81 prósent fagmenntuð Samkvæmt gögnum frá Kennarasambandi Íslands höfðu árið 2023 81 prósent af þeim sem sinntu kennslu í grunnskólum lokið kennaramenntun miðað við 96 prósent árið 2013. Í leikskólum höfðu 24 prósent af þeim sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Hlutfallið var 37 prósent árið 2013. Í framhaldsskólum var hlutfall þeirra réttindalausra sem sinntu kennslu 20 prósent árið 2021 en var 14 prósent árið 2011. „Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess?“ spyr Kristín. Kristín segist hafa heyrt um dæmi þess að það sé verið að ráða fólk beint úr framhaldsskóla en oft á tíðum séu þau sem eru réttindalaus með einhverja aðra gráðu eða háskólamenntun. „En það breytir því ekki að þá erum við ekki með starfsfólk með uppeldisfræðilegan grunn og það hefur áhrif á gæði skólastarfsins.“ Eigi ekki að slá af kröfum sínum Kristín segir marga kennara nú skoða stöðu sína. „Umræðan er búin að vera harkaleg og það er ekki síst það sem gerir það að verkum að kennarar hugsa sig um. Þau eru komin á þann stað að þau geta ekki látið bjóða sér hvernig það er máluð upp mynd af okkur trekk í trekk eins og við séum ósamvinnuþýð. Það er ekkert fyrir alla að hlusta á svona tal til langs tíma,“ segir Kristín. Þetta sé sorgleg staða. Kristín segir alveg sama hvort verið sé að auglýsa eftir kennara eða fólki í afleysingar. Það eigi aldrei að slá af kröfum um hæfi. „Ég þurfti að koma þessu frá mér. Mér finnst þetta algjörlega óboðlegt. Auglýsingin hefði aldrei átt að fara í loftið með þessum hætti. Ef staðan er orðin svona. Að sveitarfélögin sá ekki fram á að fá fólk til starfa og eru tilbúin að slá svona af kröfunum er eitthvað mikið að. Ef staðan er svo svona, að við ætlum ekki að gera meiri kröfur til fólks en þetta, þá getum við ekki gert kröfur um að við séum fremst í heiminum í hinu og þessu.“ Hún segir að ef við viljum vera stolt af menntakerfinu okkar og búa börn vel undir framtíðina þurfi að leggja til þann kostnað sem þarf til. Launahækkun eina leiðin „Samfélagið ætti að styðja kennara í þeirri kröfu. Það er stóra málið í okkar kröfu núna. Við höfum verið að tala um það hversu alvarleg staðan er en við virðumst tala fyrir daufum eyrum.“ Kristín telur að með því að hækka laun kennara komi fleiri kennarar til starfa og þá þurfi ekki að ræða um ófaglærða í skólunum. Hún segist vona að fólk sýni baráttu kennara skilning. Kjaraviðræður kennara strönduðu á sunnudag þegar ekki náðist sátt um innanhústillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari sagði kennara hafa viljað meiri innspýtingu í virðismatið sem átti að framkvæma samkvæmt tillögunni á kennarastarfi. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær og sagðist telja pólitík hafa staðið í vegi fyrir því að samningar næðust. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt KÍ fyrir félagsdóm í annað sinn í deilunni. Í fyrra sinn vegna þess að ekki var kröfugerð en nú vegna þess að verkföllin brjóti í bága við ákvæði kjarasamninga opinberra starfsmanna. Kennarar höfðu betur í fyrri deilunni. Kristín segist heyra reglulega af kennurum sem segja starfi sínu lausu. Hún á von á því að þeim muni fjölga þó samningar náist. „Harkan hefur verið svo mikil í umfjöllun og umræðum um kennara. Þetta er ekki góð staða en ég veit að kennarar biðu á refresh takkanum alla helgina. Það vilja allir að það náist að semja. Það vilja það allir.“ Auglýsingin tekin úr birtingu Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir auglýsinguna sem Kristín vísar í aðeins hafa verið í birtingu í nokkrar klukkustundir. „Gerð er krafa um leyfisbréf kennara í öllum atvinnuauglýsingum hjá Hafnarfjarðarbæ þegar auglýst er eftir kennurum í grunnskóla. Með vísan í þessa tilteknu auglýsingu þá fór hún í birtingu í nokkrar klukkustundir á samfélagsmiðlum með texta sem á ekki við störf við kennslu innan grunnskólanna og því tekin úr birtingu,“ segir Árdís í svari um málið. Hún segir yfir 80 prósent þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum bæjarins vera með leyfisbréf og almennt hafi ráðningar gengið vel. „Mikilvægt er samt sem áður að eiga að hóp fólks sem getur tímabundið leyst af með stuttum fyrirvara takist ekki að leysa forföll innan kennarahópsins hverju sinni þannig að hægt sé að halda úti lögbundnu skólastarfi þrátt fyrir veikindi,“ segir hún að lokum.
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira