Fær að dúsa inni í mánuð til Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 10:59 Þrír voru fluttir á sjúkrahús á nýársnótt eftir að hnífur var notaður í átökum á Kjalarnesi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. vísir/vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“ Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“
Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28