Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:02 Doncic-feðgarnir á góðri stundu eftir að Dallas Mavericks unnu úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA-deildarinnar í fyrra. Getty/David Berding Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira