Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2025 16:24 Björgunarsveitarfólk stóð vaktina við Grindavíkurveg þegar síðasta eldgos hófst í nóvember. Vísir/Vilhelm Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira