Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2025 16:24 Björgunarsveitarfólk stóð vaktina við Grindavíkurveg þegar síðasta eldgos hófst í nóvember. Vísir/Vilhelm Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira