Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 10:23 Luka Doncic sækir hér á LeBron James í leik Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers en nú eru þeir tveir orðnir samherjar. Getty/Tim Heitman Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira