„Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 21:00 Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar