Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 14:08 Lily Collins og Charles McDowell drellfín í desember á galakvöldi til styrktar AIDS-sjóði Eltons John Getty Leikkonan Lily Collins og leikstjórinn Charlie McDowell eignuðust dóttur með hjálp staðgöngumóður fyrr í vikunni. Hin 34 ára Collins og hinn 41 árs McDowell greindu frá fréttunum á Instagram í gær, föstudaginn 31. janúar. Þar kemur fram að dóttirin hafi fengið nafnið Tove Jane McDowell. Staðgöngumóðirin ku hafa eignast barnið í Norður-Kaliforníu í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Lily Collins (@lilyjcollins) „Velkomin í miðju heimsins okkar, Tove Jane McDowell. Orð munu aldrei lýsa endalausu þakklæti okkar í garð okkar ótrúlegu staðgöngumóður og allra sem hjálpuðu okkur á leiðinni. Við elskum þig til tunglsins og aftur...“ skrifar Collins í færslunni. Við færsluna er fjöldi fallegra skilaboða en líka fjölmörg ummæli þar sem hjónin eru gagnrýnd fyrir að leita til staðgöngumóður. Svo mörg að MCDowell hefur fundið sig knúinn til að svara þeim sérstaklega í nýjum ummælum. Collins er dóttir enska popparans Phil Collins og hinnar bandarísku Jill Taverman. Collins hóf Hollywood-ferill sinn í litlu hlutverki í The Blind Side árið 2009 og þremur árum seinna lék hún Mjallhvíti í myndinni Mirror Mirror. Síðan þá hefur hún leikið í hinum ýmsu myndum og þáttum en þekktust er hún fyrir að leika Emily í þáttunum Emily in Paris. Charlie McDowell er líka ensk-amerískt nepóbarn en faðir hans er breski leikarinn Malcolm McDowell og móðir hans hin bandaríska Mary Steenburgen. McDowell hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum, þekktust þeirra er Windfall frá 2022 sem Collins lék í ásamt Jesse Plemons og Jason Segel. Þau hjónni giftu sig árið 2021 í Colorado en héldu áformum sínum um barneignir með hjálp staðgöngumæðrunar leyndum þar til eftir fæðingu Tove. Barnalán Hollywood Bandaríkin Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Hin 34 ára Collins og hinn 41 árs McDowell greindu frá fréttunum á Instagram í gær, föstudaginn 31. janúar. Þar kemur fram að dóttirin hafi fengið nafnið Tove Jane McDowell. Staðgöngumóðirin ku hafa eignast barnið í Norður-Kaliforníu í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Lily Collins (@lilyjcollins) „Velkomin í miðju heimsins okkar, Tove Jane McDowell. Orð munu aldrei lýsa endalausu þakklæti okkar í garð okkar ótrúlegu staðgöngumóður og allra sem hjálpuðu okkur á leiðinni. Við elskum þig til tunglsins og aftur...“ skrifar Collins í færslunni. Við færsluna er fjöldi fallegra skilaboða en líka fjölmörg ummæli þar sem hjónin eru gagnrýnd fyrir að leita til staðgöngumóður. Svo mörg að MCDowell hefur fundið sig knúinn til að svara þeim sérstaklega í nýjum ummælum. Collins er dóttir enska popparans Phil Collins og hinnar bandarísku Jill Taverman. Collins hóf Hollywood-ferill sinn í litlu hlutverki í The Blind Side árið 2009 og þremur árum seinna lék hún Mjallhvíti í myndinni Mirror Mirror. Síðan þá hefur hún leikið í hinum ýmsu myndum og þáttum en þekktust er hún fyrir að leika Emily í þáttunum Emily in Paris. Charlie McDowell er líka ensk-amerískt nepóbarn en faðir hans er breski leikarinn Malcolm McDowell og móðir hans hin bandaríska Mary Steenburgen. McDowell hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum, þekktust þeirra er Windfall frá 2022 sem Collins lék í ásamt Jesse Plemons og Jason Segel. Þau hjónni giftu sig árið 2021 í Colorado en héldu áformum sínum um barneignir með hjálp staðgöngumæðrunar leyndum þar til eftir fæðingu Tove.
Barnalán Hollywood Bandaríkin Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira