Vegna vonskuveðurs um allt land varar Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, varað fólk við að vera á ferð í og við Grindavík. Engin hætta er á að flóttaleiðir úr bænum lokist, eins og er.
Undanfarið hafa um hundrað manns dvalið í bænum í um fjörutíu húsum.
„Ef við horfum á daginn í dag og helgina þá verður fámennt inni í Grindavík. Atvinnustarfsemi liggur þar niðri. Ég geri ráð fyrir að þessir hörðu víkingar dvelji áfram í sínum húsum, í um það bil 40 húsum,“ segir Úlfar.
Hættustigi var lýst yfir í gær á svæðinu vegna aukinna líkna á eldgosi á svæðinu.
„Við höfum aukið viðbúnað með því að fara af óvissustigi yfir á hættustig. Í því felst viðbúnaður hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóraembættinu og eins Vegagerðinni. Þannig að slökkviliðið er núna með sólarhringsviðveru í bænum og lögregla,“ segir Úlfar.