Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2025 20:01 Jónsi ávarpaði salinn og tók lagið. Mummi Lú Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú
Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira