„Sem betur fer spilum við innanhúss” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 30. janúar 2025 21:59 Justin James fór mikinn. vísir/diego Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. „Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum