Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 18:31 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Inga Rún Ólafsdóttir hafa tæpa tvo sólarhringa til að fara yfir innanhússtillögu ríkissátasemjara. Vísir/Vilhelm Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira