Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 18:31 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Inga Rún Ólafsdóttir hafa tæpa tvo sólarhringa til að fara yfir innanhússtillögu ríkissátasemjara. Vísir/Vilhelm Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent