Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 13:57 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira