Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 10:30 Þingmenn AfD voru kampakátir eftir að ályktunin sem þeir studdu var samþykkt naumlega í gær, þar á meðal Alice Weidel, varaformaður flokksins (eina konan á myndinni). Vísir/EPA Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði. Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira